Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 74
72 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI henni finnst henni hún ekki hafa verið með réttu ráði og henni finnst hún fá verðskuldaða refsingu. Drengurinn sem hún gengur með þegar sam- bandið við Berta hefst reynist vera aumingi og Sala lítur á hann sem rétt- láta refsingu og hefnd máttarvaldanna fyrir syndsamlegt líferni sitt. Hún lítur á drenginn sem kross sem hún þurfi að bera til að friðþægja fyrir synd- ir sínar. Sagan býður ekki upp á einfaldar skýringar á neikvæðri sjálfsímynd Sölu. Það er að minnsta kosti ekki fátæktin ein sem kemur í veg fyrir að Sala beri „hönd fyrir höfuð sér“ (99), eins og sögukonan vill svo gjarnan að hún geri. Því aðrar konur sögunnar eru líka fátækar en sætta sig ekki við hlutverk þolandans. Sigga, mágkona Sölu, er skýrasta dæmið þar um. Sigga verður ólétt án þess að vilja það, eins og Sala, en hún veit hvað hún vill, að minnsta kosti veit hún að hún vill ekki giftast barnsföður sínum og við það stendur hún þótt hún hafi alla fjölskyldu sína á móti sér í því máli. Þannig eiga jafnvel fátækar konur þess kost að streitast á móti, þótt Sölu sé það um megn. I sögunni „Stella“ fjallar Jakobína á afar áhrifaríkan hátt um óhamingju fátækra hjóna. „Stella“ birtist í smásagnasafninu Púnktur á skökkum stað (1964). Hjónin Stella og Gulli eru með öllu ófær um að standa saman, sýna þær tilfinningar sem þau bera hvort til annars og tjá þær væntingar sem þau gera sér. Sagan er sögð til skiptis frá sjónarhóli þeirra Stellu og Gulla svo lesand- inn veit hvernig báðum er innanbrjósts þótt hvorugt þeirra þekki líðan hins. Sjónarhornið á þannig stóran þátt í því að miðla nístandi einmanaleik og óhamingju þeirra. Þegar sagan hefst er Gulli í strætisvagni á leiðinni heim. Hann er tog- arasjómaður og er að koma heim úr túr þar sem einn skipsfélagi hans féll útbyrðis og drukknaði. Slysið ýtir við honum og magnar upp dofnandi þrá hans eftir sambandi við Stellu. Seinna í sögunni fáum við að vita hvernig angistin náði tökum á Stellu þegar hún frétti af slysinu, áður en fréttist hver fórst. En hún getur aldrei sagt Gulla hvernig henni leið og hvað hún átti mörg góð orð ósögð við hann. Hvort í sínu lagi leita þau Stella og Gulli að skýringum á því hvernig komið er fyrir þeim, hvernig eða hvar þau glötuðu hamingjunni sem þau áttu. Eins og við er að búast eru skýringar þeirra ekki þær sömu. Gulla finnst Stella gera lítið úr sér og væna sig um ódugnað. Til marks um það hefur hann orð sem hún lét falla endur fyrir löngu, þegar hann var í byggingarvinnu og byggði hús fyrir aðra en hafði ekki efni á að byggja sér hús af því að hann var bara verkamaður: Síðar, - einhverntíma löngu síðar, breyttist allt aftur. Hann veit ekki hvenær það var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.