Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 53
andvari
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
51
lega undir það yfirborð, sem þeir eru svo lagnir við að umskapa.
Veikleiki hinna sé þá fremur tilhneiging til einhæfni og skorts á
ferskleika. Sé eitthvað hæft í þessu, liggur sú hugsun ekki fjarri, að
þá fyrst sé efsta hjalla náð, þegar leikarinn nær að gera hvort tveggja
í senn: vera sífellt vakandi fyrir ólíkum eðlisþáttum og skapgerðar-
einkennum persóna sinna án þess að glata um leið því einstaklings-
bundna seiðmagni og þeirri dýpt tilfinninganna sem hin dramatíska
list krefst.
Hvernig þetta er hægt, kann ég ekki að skýra; það verður að vera
leyndarmál hinna útvöldu. Ég efast hins vegar ekki um, að Þorsteinn
O. Stephensen náði að komast í þann flokk, a. m. k. á seinni hluta
starfsævinnar, og er það þó örugglega rétt hjá Þorsteini Gunnarssyni,
að honum var raunsæi yfirborðsins ekkert kappsmál út af fyrir sig.
f*að sem skipti hann öllu máli var að vera sannur í túlkun. En vegna
þess, að sá einn getur verið sannur á sviðinu, sem er trúr eigin skynj-
un og tilfinningu, hlýtur honum að vera gjarnt að leita aftur og aftur
í sömu sjóði, ekki síst ef hann finnur, að áhorfendur kunna að meta
það sem hann ber þaðan, jafnvel eftir að nýjabrumið er farið af því.
Af minningargrein, sem Þorsteinn Ö. ritaði um Helgu Valtýsdóttur,
má glöggt sjá, að honum var þessi hætta fyllilega ljós. Þar bendir
hann sem sé á vanda þess leikara sem „ár eftir ár á að leita að og
finna í hlutverkum sínum hina fíngerðustu þætti skapgerðar, undir
hrjúfu og sviplíku yfirbragði, og láta þessa þætti birtast með svo
skýrum innri dráttum að hér sé án alls efa komin ný og gerólík
manneskja hinum fyrri. Þetta krefst í senn strangari vinnu, skarpari
skilnings og auðugra ímyndunarafls en þau verkefni sem eru af aug-
ljósari þáttum ofin.“76
Þó að hér sé verið að fjalla um list kærrar samstarfskonu, má hver
maður heyra, að sá sem talar er fyrst og fremst að lýsa eigin reynslu.
Lítum bara á karlana, sem hlutu að falla Þorsteini æði oft í skaut á
þeim aldri, sem hann hafði náð, þegar hann skrifaði þessi orð. Suma
þeirra hafði hann einmitt leikið á móti Helgu Valtýsdóttur, t. d. An-
anías í Gullbrúðkaupi Jökuls Jakobssonar og embættismanninn nafn-
lausa, sem situr við símann hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar í
samtalsþætti Jökuls, Því miðurfrú. Báðir eru karlar þessir heldur fúl-
lyndir og viðskotaillir, enda dauðleiðir á hversdagslegu hlutskipti
sínu: Ananías á sífelldu sífrinu í rúmfastri konu sinni, hinn á
endalausu kvabbi borgaranna, sem flestir virðast þurfa að láta gera