Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 44
42
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
leiksviði: hugarhreinn og saklaus, jafnvel þótt hann fremji hina
verstu glæpi, dýrlingur fákænskunnar, sem ekki getur samrýmst lífi
syndugra, hugsandi manna. Þannig tekst Þorsteini að sýna okkur
hann, svo að hvergi skeikar, og þess vegna á Lenni skilning og samúð
áhorfenda, er hann verður að láta lífið í leikslok.“53 Ásgeir Hjartar-
son segir hann verða ægilegan „þegar hann tryllist og veit ekki sitt
rjúkandi ráð, en þegar hann gleðst yfir óljósum framtíðarvonum lýsir
mannleg og mild hlýja af ásýnd hans. Þorsteinn lýsir þessum sér-
stæða vandræðamanni af svo ríkum sálfræðilegum skilningi að við ef-
umst aldrei um sanngildi þeirrar lýsingar; og það er mikið afrek og
mun seint gleymast þeim er sjá.“54
Næsta vetur, 1954-55, leikur Þorsteinn þrjú hlutverk, hið stærsta
Sloper lækni í Erfingjanum eftir Ruth og Augustus Goetz. Ásgeir
skrifar: „Sloper læknir er maður siðavandur og strangur og harðstjóri
á sínu heimili, mynd hans hlyti að verða einstrengingsleg og leiðinleg
í höndum miðlungsleikara. En Þorsteinn Ö. Stephensen skilur hann
út í æsar, veit að hann á um sárt að binda og hefur samúð með hon-
um án þess að dylja þverlyndi hans og harðneskju. Gáfur og fyrir-
mennska læknisins dyljast ekki í meðförum Þorsteins, og ekki bregð-
ast orðsvör hans fremur en áður, hvort heldur eru góðlátleg og glett-
in eða kaldranaleg og meinhæðin, þau missa aldrei marks.“55 Lofti
Guðmundssyni þykir auðséð, að Þorsteinn hafi lagt sig fram um að
skapa heilsteypta og eftirminnilega persónu,56 en umsögn Hersteins
Pálssonar í Vísi er fremur kuldaleg, þó að niðurstaðan sé jákvæð:
honum finnst sem sé „þunglamalegur“ leikmáti Þorsteins eiga þarna
vel við, „því að Sloper er maður þungur á bárunni, harðstjóri sem
lætur ekki þokast á hverju sem gengur.“57 Um næstu hlutverk er
minna að segja: í Nóa André Obeys, sem var frumsýnt upp úr nýári,
lék hann Manninn, fulltrúa þess syndum spillta mannkyns sem
Drottinn eyðir, og í Kvennamálum kölska, norskum gamanleik sem
var sýndur um vorið við dræmar undirtektir, lítið hlutverk; Ásgeir
hælir honum aðeins fyrir frábærlega gott gervi sem minni mjög á
þjóðsöguteikningar Werenskiolds.58 Leikárið 1955-56 fer Þorsteinn
einungis með eitt hlutverk, Þorleif alþingismann í nýjum íslenskum
gamanleik, Kjarnorku og kvenhylli eftir ungan höfund að nafni Agn-
ar Þórðarson, sem hafði skömmu áður þreytt frumraun sína á sviði
Þjóðleikhússins. Sigurði Grímssyni finnst persónan slök frá hendi
höfundar og leikurinn áhrifalítill.59