Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 39
andvari
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
37
Kranz kammerráð, Jean Valjean, Lenni,
Crocker-Harris o. fl.
Svo að haldið sé áfram með sögu Þorsteins, þá varð leikárið 1951 -
52 ekki eins sögulegt og hið fyrra. í rómaðri sviðssetningu Gunnars
R. Hansens á kínverska leikritinu Pi-pa-ki eða Söng lútunnar, sem
L. R. frumsýndi á jólum 1951 og gekk fram á vor við miklar vinsæld-
ir, lék hann Njú prins og í síðustu sýningu vetrarins, bandarískum
ádeiluleik á kynþáttafordóma, Djúpt liggja rætur, fór hann með lítið
hlutverk og auðsæilega tíðindalítið.36
Næsta haust endurlífgaði L. R. gamlan kunningja reykvískra leik-
húsgesta, danska söngvaleikinn Ævintýri á gönguför eftir Jens
Christian Hostrup. Ævintýrið, sem var í röð vinsælustu leikja fyrr á
öldinni, reyndist enn búa yfir sterku aðdráttarafli og gekk í fimmtíu
skipti fram á vor. Þarna lék Þorsteinn hinn treggáfaða Kranz kamm-
erráð, skemmtilegustu rullu verksins sem ásamt söngvunum hefur
vafalaust átt mestan þátt í makalausum vinsældum þess hér á landi.
Um túlkun Kranz hafa myndast hér nokkrar hefðir og sú einna sér-
kennilegust, að kammerráðið er jafnan gert gormælt.’7 Verður ekki
séð að Þorsteinn hafi vikið af vegi hefðarinnar í nokkrum veigameiri
atriðum. Ásgeir skrifar: „Kostulegur er Þorsteinn í gerfi birkidómar-
ans, meðfædd innileg heimska og aulaleg góðsemi skín af hverju orði
hans og hverju svipbrigði. Hófsemi sú sem Þorsteini er lagin birtist
ágæta vel í þessu hlutverki, ýkjur eru honum fjarri, og eigi sízt þess
vegna er leikur hans sannur, bráðlifandi og gráthlægilegur.“38 Loftur
Guðmundsson skrifar: „Leikur Þorsteins er heilsteyptur og minna
hirðir hann um skrípalætin en margir fyrirrennarar hans; fyrir bragð-
ið verður birkidómarinn sannari - og ekki eins hlægilegur.“39 Aðrir
leikdómarar eru ekki eins hrifnir; Agnari Bogasyni finnst leikur Þor-
steins „of farsakenndur“, kómíkin of þvinguð og segir hlutverkið
leikið einungis „með tilliti til þess að skapa hlátur, en minna hugsað
um tilgang þess“.40 Neikvæðastur er leikdómari Frjálsrar þjóðar sem
finnur leiknum flest til foráttu og segir að „síbrosandi andlit í staðinn
fyrir hátíðlegan embættissvip“ hafi mest skemmt leikinn.41
Leiklistardeild Útvarps hefur tvisvar hljóðritað Ævintýri á göngu-
för, í fyrra skiptið árið 1945 með Brynjólfi Jóhannessyni í hlutverki
kammerráðsins, í hið síðara árið 1970 með Þorsteini Ö. Stephensen.