Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 39

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 39
andvari ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 37 Kranz kammerráð, Jean Valjean, Lenni, Crocker-Harris o. fl. Svo að haldið sé áfram með sögu Þorsteins, þá varð leikárið 1951 - 52 ekki eins sögulegt og hið fyrra. í rómaðri sviðssetningu Gunnars R. Hansens á kínverska leikritinu Pi-pa-ki eða Söng lútunnar, sem L. R. frumsýndi á jólum 1951 og gekk fram á vor við miklar vinsæld- ir, lék hann Njú prins og í síðustu sýningu vetrarins, bandarískum ádeiluleik á kynþáttafordóma, Djúpt liggja rætur, fór hann með lítið hlutverk og auðsæilega tíðindalítið.36 Næsta haust endurlífgaði L. R. gamlan kunningja reykvískra leik- húsgesta, danska söngvaleikinn Ævintýri á gönguför eftir Jens Christian Hostrup. Ævintýrið, sem var í röð vinsælustu leikja fyrr á öldinni, reyndist enn búa yfir sterku aðdráttarafli og gekk í fimmtíu skipti fram á vor. Þarna lék Þorsteinn hinn treggáfaða Kranz kamm- erráð, skemmtilegustu rullu verksins sem ásamt söngvunum hefur vafalaust átt mestan þátt í makalausum vinsældum þess hér á landi. Um túlkun Kranz hafa myndast hér nokkrar hefðir og sú einna sér- kennilegust, að kammerráðið er jafnan gert gormælt.’7 Verður ekki séð að Þorsteinn hafi vikið af vegi hefðarinnar í nokkrum veigameiri atriðum. Ásgeir skrifar: „Kostulegur er Þorsteinn í gerfi birkidómar- ans, meðfædd innileg heimska og aulaleg góðsemi skín af hverju orði hans og hverju svipbrigði. Hófsemi sú sem Þorsteini er lagin birtist ágæta vel í þessu hlutverki, ýkjur eru honum fjarri, og eigi sízt þess vegna er leikur hans sannur, bráðlifandi og gráthlægilegur.“38 Loftur Guðmundsson skrifar: „Leikur Þorsteins er heilsteyptur og minna hirðir hann um skrípalætin en margir fyrirrennarar hans; fyrir bragð- ið verður birkidómarinn sannari - og ekki eins hlægilegur.“39 Aðrir leikdómarar eru ekki eins hrifnir; Agnari Bogasyni finnst leikur Þor- steins „of farsakenndur“, kómíkin of þvinguð og segir hlutverkið leikið einungis „með tilliti til þess að skapa hlátur, en minna hugsað um tilgang þess“.40 Neikvæðastur er leikdómari Frjálsrar þjóðar sem finnur leiknum flest til foráttu og segir að „síbrosandi andlit í staðinn fyrir hátíðlegan embættissvip“ hafi mest skemmt leikinn.41 Leiklistardeild Útvarps hefur tvisvar hljóðritað Ævintýri á göngu- för, í fyrra skiptið árið 1945 með Brynjólfi Jóhannessyni í hlutverki kammerráðsins, í hið síðara árið 1970 með Þorsteini Ö. Stephensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.