Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 71
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR"
69
hafi mistekist, dóttirin er vansæl, full minnimáttarkenndar, vanþakklát og
finnst menntun gamaldags. Hún sýnir engan skilning á aðstæðum móður
sinnar, því meira sem móðirin gefur þeim mun meira heimtar dóttirin:
Bara ef telpan léti hana einhverntíma finna, að hún hafi einhverja hugmynd um, hve
hart móðirin vill leggja að sér hennar vegna, og til þess að uppfylla óskir eina barns-
ins síns. En það er eins og kröfur telpunnar stækki í hlutfalli við það, sem móðirin
herðir að sér til að þóknast henni. (116)
Saumakonan er þó staðráðin í því að
hún ætlar aldrei að gera neinar kröfur til Línu litlu eða verða henni til byrði. Aldrei
að íþyngja henni með skyldum við sig. (116)
Eðlilega mun hún ekki gera kröfur til Línu frekar en nokkurs annars. Hún
gerir aðeins kröfur til sjálfrar sín, meiri en hún getur risið undir.
Um leið og hún syrgir mann sinn er hún honum gröm fyrir að deyja og
skilja sig eina eftir. Allt þangað til hann dó ákváðu aðrir hvað henni væri
fyrir bestu og nú er henni um megn að bera ábyrgð á lífi sínu.
Saumakonan er ekki aðeins þræll dóttur sinnar. Til að komast yfir kjall-
araholuna hefur hún þegið peninga af manni sem hún síðan þjónar til
ssengur. Hún hefur viðbjóð á honum en losnar ekki undan honum:
Auðmjúkur líkami hennar kemur til móts við hann, reynir að geðjast honum, meðan
hugur hennar engist af hatri og smán. Jafnvel hin örfáu, stuttu andartök, sem hugsun
hennar er á valdi fýsnarinnar, hatar hún hann með viðbjóði. Hatar þennan gráhærða,
feita, stutta mann, andramma kossa hans, holduga, þvala fingur hans, sem skríða
krefjandi um líkama hennar. (157)
Hatur hennar á honum er nátengt sjálfsfyrirlitningu hennar, hún hatar
hann ekki aðeins fyrir það hvernig hann er, heldur hatar hún hann ekki síð-
ur fyrir það sem hún er ekki eða á ekki:
Hatar hann, vegna þess að hann á það, sem hún á ekki: sjálfsálit, peninga, íbúð, vilja,
sem fær það, sem hann girnist. (157)
Sjálfa skortir hana þetta allt og hún hvorki getur né kann annað en að lúta
yilja annarra og hata sjálfa sig um leið fyrir viljaleysið. Og þegar hann mis-
skilur vanmáttugan grát hennar og reynir að nálgast hana aftur er viljaleysi
hennar algert:
Og hún streitist ekki á móti, kemur ekki heldur til móts við hann, gerir ekkert, nema
gráta. (158)
Sögumaður Snörunnar (1968) streitist ekki heldur á móti kúgurum sínum.