Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 105

Andvari - 01.01.1995, Page 105
ANDVARI UM HVAÐ ER LEIKRITIÐ FJALLA-EYVINDUR? 103 lok.10 Líkt hafa sum ljóð Jóhanns og fjölmargra annarra skálda orðið til, og er það alþekkt. I einni kompu úr þessum gögnum með hendi skáldsins er setning, sem hann er að móta í nokkrum útgáfum, uns hún kemur fram sem lokasetning leiksins Dr. Rung og er svohljóðandi: „Hinn mikli and- stæðingur minn kemur með gleymskuna í höndum sér sem rauð, blikandi vínber.“ Þannig myndir henti Jóhann á lofti og skaut upp sem orðspjótum í samtölum við vini sína, að því er skilið verður á frásögnum samtímamanna hans.11 En þetta stílbragð höfundar í Dr. Rung er samtvinnað grunnhugsun verksins og óneitanlega hyllist maður til að líta á það sem kveikju verksins, þó að vinna Jóhanns á rannsóknarstofu í dýralækningum hafi haft áhrif á umhverfi leiksins. í sömu gögnum er samtal úr Bóndanum á Hrauni milli Jórunnar og Sveinunga, og þar er líking um hraun sem brennur og hver stýri því; ekki er frágangssök að sú mynd hafi verið fyrsta kveikja leiksins áður en höfundi varð ljóst hvort það var eldgos eða jarðskjálfti sem ylli hinum ytri umbrotum leiksins og hleypti atburðarásinni af stað. En frá einni slíkri mynd, þó frumkveikja sé, er auðvitað langt í fullskap- að leikverk. í frumuppkasti að Fjalla-Eyvindi í sömu gögnum heita aðal- persónurnar Grímur og Dísa og þar er annað þema: skírsl, sem höfundur hefur hugsað sér sem forsendu þess, að þau flýja til fjalla. Þarna hefur Jó- hann hripað niður sundurliðaðan efnisútdrátt fyrsta þáttar á íslensku og fyrstu samtölin úr 2. þætti ásamt sviðslýsingu, allt á dönsku. Annar þáttur sýnir stríð ungra útilegumanna, karls og konu í kofa í stórhríð og er því lík- ur 4. þætti sem síðar varð. Að um sömu persónur er að ræða, sést á því að þær breyta um heiti í miðjum skrifum, höfundur gleymir sér á einum stað í efnisyfirlitinu og kallar kvenhetjuna Höllu. Öll þessi tilurðarsaga er flókin og forvitnileg og of langt mál að gera hana að umtalsefni hér nema að því er varðar endanlega byggingu verks- ins. Toldberg ræðir hana nokkuð í bók sinni, og sama gerði greinarhöf- undur í óprentaðri prófritgerð við Stokkhólmsháskóla 1958, að ábendingu Sigurðar Nordals. En af efnisniðurröðun í þessum gögnum, með saman- burði t. d. við þekkta tímasetningu í vinnu höfundar að Bóndanum á Hrauni, þarámeðal atriðið, sem hér var drepið á, er ljóst, að meðgöngutími leiksins er langur. Hvort frumdrögin eru rituð í Kaupmannahöfn fyrir 1908, þegar skáldið fór heim til að leita gagna og skoða staði, skal látið ósagt. Hitt er og til, að öll eiginleg skrif fari af stað, eftir að til íslands kemur og bæði Jónas frá Hrafnagili og íslensk náttúra beina honum inn á endanlegar brautir, eins og haldið hefur verið fram.12 Þetta er í rauninni ekki aðalatriði. Það sem kemur skýrt fram og er kjarni málsins er sú staðreynd, að þegar verkið er að mótast í huga skáldsins, er það ekki ástin og hungrið eitt, sem er dramatísk driffjöður, heldur er Jóhann einnig að fjalla um önnur þemu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.