Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 148

Andvari - 01.01.1995, Page 148
146 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARl Reykjavíkur ásamt nemendum Kennaraskólans fyrir því, að vorið 1911 var haldinn svonefndur skógræktardagur, í hundrað ára minningu Jóns Sig- urðssonar forseta. Var það fyrsti dagur hér á landi með því nafni, sem ung- mennafélagar helguðu sérstaklega skógræktinni. Gróðursett var hjá skíða- braut Ungmennafélags Reykjavíkur í Öskjuhlíð og hjá Vífilsstaðahæli. Að loknum sumarstörfum 1911 við skógræktina við Rauðavatn og á Þing- völlum, hætti Guðmundur umsjónarstörfum þar á vegum skógræktarstjóra, vegna þess að landsstjórnin hafði lækkað mjög þann styrk sem skógræktin fékk til að láta vinna fyrir. En eftir sem áður starfaði Guðmundur að leið- beiningum um skógrækt fyrir ungmennafélögin. Mun það að mestu leyti hafa verið ólaunað sjálfboðastarf. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hafði orðið svo hrifinn af skógræktar- áhuga þeim sem ungmennafélögin sýndu, að hann gaf þeim fagran og all- stóran skógarteig við Sogið, sem síðar hlaut nafnið Þrastaskógur. Þetta Iandsvæði girti Guðmundur fyrir ungmennafélögin. Við fjölbreytt störf sín að skógræktarmálum hafði Guðmundur fundið mjög til þess, hversu bagalegt það var að hafa ekki tiltækar skráðar leið- beiningar á íslensku um skógrækt, sem hægt væri að láta í hendur áhuga- mönnum. Varð það úr, í samráði við forustumenn Ungmennafélags íslands, að hann tók saman allstóran bækling, er hlaut nafnið Skógræktarrit. Kom það út 1912, á kostnað ungmennasambandsins, og var útbýtt sem fylgiriti með blaði þess, Skinfaxa. Þetta er vandað rit og vel samið, 64 bls. að stærð. Það er í fjórum köflum. Er í hinum fyrsta yfirlit um sögu skóga á íslandi, um áhrif þeirra á landið, jarðveg þess og veðráttu, um hver not séu af skógi og hversu ræktun hans svari kostnaði þegar fram líði stundir. í öðrum kaflanum eru margskonar leiðbeiningar um skógrækt, bæði hverjar trjátegundir beri að velja til gróð- ursetningar hér á landi og hvaða aðferðir skuli hafa við gróðursetningu, eftirlit og viðhald skógar. í þriðja kafla ræðir höfundur um trjágarða og skjólgarða og um „skógféndur“, einkum sauðfé og geitur, svo og eld, maðka og sníkjusveppi. Fjórði og síðasti kafli fjallar um sérstaka skóg- ræktardaga, sem Guðmundur telur að geti komið miklu góðu til leiðar, ef almennir yrðu. Segir hann hugmyndina að slíkum dögum eiga upptök sín í Bandaríkjunum, þar sem þeir hafi valdið straumhvörfum í viðhorfi almenn- ings gagnvart skógum. Þar sem þeir hafi áður sætt hrottalegri meðferð, ver- ið höggnir miskunnarlaust og brenndir, sé nú víða í því mikla landi ríkjandi verndar- og ræktunarstefna. Slík hugarfarsbreyting þyrfti að verða hér á landi. Væri æskilegt að tilraun ungmennafélaga í Reykjavík síðastliðið vor til að hefja hér slíka nýbreytni yrði upphaf almenns skógræktardags í öllum héruðum landsins, með sem almennastri þátttöku. Heitir Guðmundur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.