Andvari - 01.01.1995, Síða 153
ANDVARI
RÁN EÐA RÆKTUN
151
um það, þó að allt sé atað og sundurtætt af gestum og gangandi. Er því
ekki annað sýnna en að fornhelgi þingstaðurinn - „hjarta íslands“ - verði
eftir fáa áratugi sundurtættur og gjöreyddur gróðri og hlaðinn afskræmdum
nývirkjum. Búðarústirnar fornu niðurtroðnar af hesta og manna fótum, svo
ekki standi þar steinn yfir steini. Væri oss það lítill sómi að skila eftir-
komendunum Pingvöllum þannig útleiknum, vitandi að vér höfum lagt
ósvikinn skerf til eyðileggingar hans, á meðan vér þó erum að varpa yfir
hann dýrðarljóma í ógleymandi ljóðum.“
Þessu næst víkur Guðmundur að því að víða í löndum hafi verið stofnað-
ir þjóðgarðar, og sé víðfrægastur þeirra þjóðskemmtigarðurinn alkunni í
Bandaríkjunum. Síðan heldur hann áfram:
„Valdir eru landshlutar undir þjóðgarðana, sem einkennilegir eru eða
þar sem landslag og jurtagróður eru einkennileg að fegurð. Þjóðgarðarnir
eru friðhelgir reitir. Engum er leyft að deyða þar nokkra skepnu, né
skemma jurtagróðurinn. Náttúran fær algerlega að njóta sín, óspillt af hálfu
mannsins og alidýra hans. Þjóðgarðar þessir eru flestir þjóðeignir og opin-
berir skemmtistaðir almennings, - „til gagns og gleði fyrir þjóðina“, eins og
komist er að orði um þjóðgarðinn fræga í Bandaríkjunum.
Þingvellir við Öxará væri sá staður, sem framar öllum öðrum stöðum hér
á landi ætti skilið að vera gerður að þjóðgarði íslands, ekki einungis sökum
þess hve náttúran þar er einkennileg og fögur, heldur líka vegna hins hve
merkur og víðfrægur sögustaður hann er . . . Landslagsfegurð hafa Þing-
vellir á borð við flesta eða alla þjóðgarða, að undanskildum þjóðgarðinum
mikla í Bandaríkjunum; og sem sögustaður tekur hann þeim öllum fram.
Þjóðgarður íslands gæti Þingvöllur því aðeins orðið að afmörkuð væri
landspilda umhverfis hann með traustri og gripheldri girðingu, er bægði
öllum alidýrum frá landinu, sem á einhvern hátt skemma það eða gróður
þess. Mætti hið afmarkaða svæði eigi minna vera en svo að það tæki yfir
hraunið milli Almannagjár og Hrafnagjár. Er svæði það að miklu leyti af-
girt frá náttúrunnar hendi, nema að norðaustan . . . Þótt ekki væri stærri
blettur tekinn og gerður að þjóðgarði, þar sem griðastaður væri fenginn
jurtagróðri, fuglum og öðrum villtum dýrum, er þar tækist að hafa, gæti
slíkt að einhverju leyti stutt að því að ala upp þann hugsunarhátt að sak-
lausir fuglar og egg þeirra eigi líka rétt á sér. Því svo friðhelgur skyldi þjóð-
garðurinn vera, að háar sektir lægju við ef drepið væri þar nokkurt dýr,
tekin fuglsegg, skemmd jurt eða yfirleitt nokkru því misþyrmt, dauðu eða
lifandi, sem garðurinn á að vernda.“
Undir lok ritgerðar sinnar víkur Guðmundur að því að eftir 17 ár verði
þess væntanlega minnst að þúsund ár séu þá liðin frá upphafi Alþingis á
Þingvöllum. Sæti allt í sama horfi og hingað til yrði þá ömurlegt um að lit-