Andvari - 01.01.1995, Page 140
138
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
jarteinum í sálmunum.84 Blóðlitur tunglsins vísar til pínu Krists og píslar-
vottanna.85 Sjórinn sem brennur á fyrirmynd í Opinberunarbók Jóhannes-
ar.86 Grátur skýsins samsvarar harmi föðurins eftir son sinn en skýið er al-
gengt föðurtákn í kristnu myndmáli.87
Viðbrögð náttúrunnar sanna helgi Páls byskups. Á dögum Páls eru þau
ekki síðri sönnunargögn en fingraför nú. Þannig er sannleikurinn breyting-
um háður. En það var ekki skoðun þeirra tíma. Sannleikurinn var einn og
óumbreytanlegur. Hann var Guð sjálfur: „Eg er vegurinn og sannleikurinn
og lífið.“88 Fyrir lesendur helgrar ævisögu eru tákn Guðs í náttúrunni ekki
ótrúlegri en gjörðir þeirra sjálfra. Því síður eru þau ósannari. Sá sannleikur
sem skiptir lesendur byskupasögu meginmáli er að kirkjan er helg og leið-
togar hennar með.89 Páll byskup Jónsson einnig.
Hið heilaga byskupsembœtti
Páls saga er að mörgu leyti óhefðbundin helgisaga. Hún leggur meiri
áherslu á veraldlega fjölskyldu en tíðkast. Sumar dyggðir Páls eiga fremur
við höfðingja en kennimann. En hafa ber í huga að byskup er í senn höfð-
ingi og kennimaður. Auk þess hefur sagan óhemju mikinn áhuga á erlendu
tignarfólki, ekki aðeins kennimönnum heldur og konungum, jörlum og við-
líka lýð. Á köflum er engu líkara en höfundur telji sig vera að semja kon-
ungasögu.90 Einnig mætti telja til sérkenna að þar er enginn almúgi og fá-
tæklingar sjást hvergi en það er þó málum blandið. Flestir dýrlingar þess
tíma voru úr yfirstétt.91 Fátæktardýrkun kemur ekki fram af krafti fyrr en
með betlimunkum 13. aldar.92 Sögur Skálholtsbyskupa eru höfðingjasögur.
Þessi einkenni eru hins vegar hverfandi. Þó að þau stingi í augu er vill-
andi að láta sér verða starsýnt á þau. Ekki má gleyma að íslensk helgirit
eru hluti af innlendri sagnahefð og sækja margt til hennar. En skýrt mark-
mið þeirra greinir þau frá öðrum sögum. Það er því hæpið að greina þau í
tvær bókmenntagreinar, játarasögur og ævisögur sem „hlíta öðrum en þó
skyldum frásagnarlögum“ eins og gert er í nýlegu yfirlitsriti.93 Hér hefur
verið sýnt að byskup sem ekki er árnaðarmaður er eigi að síður helgur og
saga hans helgisaga (vita) án kraftaverka, helg ævisaga.
Eg hef hér farið frjálslega með orð, nefnt Pál dýrling, helgan mann eða
kirkjuhöfðingja. Er það með ráðum gert. Á þeim tíma var skipting manna í
dýrlinga og aðra ekki ótvíræð heldur ákveðið stigveldi í heilagleik.94 Efst er
María, þá postular og kirkjufeður og að lokum venjulegir árnaðarmenn.
Kirkjuhöfðingjar sem ekki urðu árnaðarmenn voru heilagir á sinn hátt.
Þannig er Páll ekki heilagur eins og Þorlákur en hann situr í helgu embætti