Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1995, Page 162

Andvari - 01.01.1995, Page 162
160 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI kennsluna legði Móðir náttúra til, en stjórn félagsins leiðbeindi mönnum með hentugum aðferðum að færa sér námið í nyt.“ Þá leggur Guðmundur til að allsherjarfélagið gefi út rit um náttúruvernd og náttúrufræði. „Helst ætti það að koma út í heftum, með myndum, tvisv- ar eða fjórum sinnum á ári. Ritið ættu allir félagsmenn að fá ókeypis, sem borga víst tillag til félagsins árlega. Jafnt konum sem körlum, á öllum aldri, skyldi heimilt að gerast félagar.“ Að greinarlokum víkur Guðmundur að þeirri hugmynd nokkurra þjóð- rækinna manna, að sem flestir karlar klæddust litklæðum að fornum sið á Þingvallahátíð: „Það ber vafalaust vott um þjóðrækni íslendinga að þeir semji sig að ein- hverju leyti að siðum fornmanna, eins og t.d. í búningi. En þar sem landið er nakið og liggur enn í sárum eftir þá menn, sem báru þjóðbúninginn sem nú er ráðgert að taka upp, væri ekki nema sanngjarnt að ætlast til að rækt- arsemi manna til fortíðarinnar kæmi líka fram í því, að efna til litklæða handa landinu, og reyna að gera þau sem líkust því sem þau voru á hinni svonefndu gullöld þjóðarinnar, áður en þeim var sundrað.“ 6 En nú var þess skammt að bíða að gamall og nýr draumur Guðmundar Davíðssonar um þjóðgarð á Þingvöllum rættist. Kominn var til áhrifa og valda sá maðurinn sem hvað skörulegast hafði tekið undir þjóðgarðstillög- una á sínum tíma, Jónas Jónsson frá Hriflu. Á Alþingi 1928 lagði hann fram frumvarp um friðun Þingvalla, og varð það að lögum á hinu sama þingi. Þar var svo kveðið á að frá ársbyrjun 1930 skuli „Þingvellir við Öxará og grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra íslendinga“. Undir þjóðgarð- inn skyldi heyra heimaland jarðanna Þingvalla, Skógarkots, Vatnskots og Hrauntúns, en þær kvaðir settar á jarðirnar Kárastaði, Brúsastaði, Svartagil og Gjábakka, að ekkert jarðrask, húsbyggingar, vegi, rafleiðslur eða önnur mannvirki megi þar gera án samþykkis yfirstjórnar þjóðgarðsins. Sérstök nefnd, Þingvallanefnd, skipuð alþingismönnum og kosin af Alþingi, skyldi stjórna þjóðgarðinum og setja reglugerð um hið friðlýsta land og meðferð þess. Er nefndinni heimilað að ráða umsjónarmann á Þingvöllum til fimm ára í senn, sem hefði með höndum umsjá framkvæmda og vörslu staðarins. Jónas Jónsson var ákveðinn í að fylgja þessu máli eftir af fullu atfylgi, tók sæti í Þingvallanefnd og varð fyrsti formaður hennar. Að tillögu hans var Guðmundur Davíðsson ráðinn þjóðgarðsvörður, og tók hann við þeim starfa árið 1930. Með hliðsjón af Alþingishátíð og ákvörðun um þjóðgarð á Þingvöllum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.