Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 41
andvari
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
39
sig yfir hann. Þó að hann komist síðar til mannvirðinga, er hann í raun
alltaf á flótta undan syndum fortíðarinnar og höfuðfjanda sínum, lög-
reglustjóranum Javert, sem Brynjólfur var sjálfkjörinn að leika. Þó að
leikgerð Gunnars þætti heldur löng og talsvert skiptar skoðanir væru
um einstök atriði hennar, hentaði hún vel að því leyti, að þar fengu
tveir burðarleikarar L. R. ágæt hlutverk, mjög við sitt hæfi. Bæði Sig-
urður Grímsson oy, Asgeir Hjartarson hafa góð orð um leik Þorsteins;
það er helst að Asgeiri finnist, að hann ætti á sumum stöðum „að
leika af ríkari þrótti, láta meira að sér kveða“.42 Hersteinn Pálsson,
ritstjóri Vísis, er á heildina litið mjög sáttur við frammistöðu leik-
arans, finnur aðeins að túlkun hans í einu atriði leiksins, þ.e. þegar
Valjean, sem gengur nú undir nýju nafni, fréttir að annar maður hafi
verið handtekinn grunaður um að vera Valjean; þar þykir honum
leikarinn ekki ná að lýsa sálarstríði persónunnar nógu vel.43 Agnar
Bogason hælir þeim Brynjólfi fyrir góðan samleik og segir leik Þor-
steins „hrífandi“; hið eina sem hann getur fundið að er gervi hans í
forleik verksins, sem honum finnst „nokkuð Egils Skallagrímssonar-
legt“.44 Indriða G. Þorsteinssyni þykir leikur Þorsteins nokkuð
óstyrkur í upphafi, en batna þegar á líður og í lokaþættinum sé slík
tign yfir persónunni, að hún láti engan ósnortin.45 Á glæsilegum leik
Þorsteins í lokaþætti höfðu reyndar fleiri gagnrýnendur orð.
Ekkert lát er á afköstum Þorsteins þessi árin og næsta vetur,
1953-54, birtist hann í hvorki meira né minna en fimm hlutverkum,
þar af fjórum gamansömum. Ekki er ástæða til að tíunda það, sem
var skrifað um þau, nema helst hinn hlægilega vonbiðil Per Iversen í
Hviklyndu konunni eftir Holberg, sem var sýnd í tilefni 200. ártíðar
skáldsins í febrúarmánuði. Per þessi er „virðulegur og lærður ein-
trjáningur“, svo að enn sé vitnað í Ásgeir Hjartarson, þekkt mann-
gerð í gamanleikjaskáldskap, sem kemst einkar vel til skila að dómi
Ásgeirs. Hann segir Þorstein fæddan Holberg-leikara, „í leik hans
gætir einskis misræmis, hann dregur upp afburðaskýra og skemmti-
lega háðsmynd af þessum grobbna og gráthlægilega bókaormi,
manngerð sem við þekkjum öll mætavel. Tal hans og tilburðir bera
merki hárfínnar kímni, en óborganlegur er hann þegar hann trúir
Torben fyrir ást sinni á hinni fögru en mislyndu konu.“46 Sigurður
Grímsson er sama sinnis og hefur sérstakt gaman af hinum „pervis-
lega hlátri“ persónunnar.47 Loftur Guðmundsson kveður Þorstein
aldrei hafa sýnt jafnhlýja og einlæga kímni og gefur í skyn, að hann