Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 70

Andvari - 01.01.1995, Side 70
68 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI „Og hún streitist ekki á móti“ í viðtalinu við Þjóðviljann - Nýtt helgarblað sem fyrr var vitnað til segir Jakobína frá ríkri menntunarþrá sinni og tilraunum til að svala henni. Hana langaði að ganga í Kennaraskólann til undirbúnings ritstörfunum en skorti nauðsynlegan undirbúning til að hefja þar nám. Til að bæta úr því var hún einn vetur í kvöldskóla í Ingimarsskóla. Hún segir frá viðbrögðum kvenna í heimabyggð sinni við skólagöngunni: Blessaðar konurnar í minni heimabyggð gátu ekki skilið að þetta ætti eftir að koma mér að neinu gagni, þar sem ég ætti eftir að giftast og sjá um heimili. Þær sögðu mér að láta Guð stjórna.10 Konunum finnst Jakobína verja tímanum illa ef ekki brjóta gegn lögmáli guðs sem ákvarði konum hlutskipti. En hvað finnst Jakobínu sjálfri? Engu er líkara en að hún sé sammála Hornstrandakonunum því hún segir í beinu framhaldi: Og Guð stjórnaði. Það voru ágætir kennarar í Ingimarsskóla og námið talsvert erfitt. Um vorið geisaði mannskæð inflúensa, þannig að það varð að loka skólanum og próf- in féllu niður. Ég gafst eiginlega upp eftir þetta og réð mig í kaupavinnu austur í Holt í Rangárvallasýslu.11 Er hún með þessu að segja að Hornstrandakonur hafi haft á réttu að standa og konur hafi ekkert við menntun að gera? Það er ótrúlegt, svo mjög sem Jakobína ítrekar gildi menntunar í öðrum viðtölum, svo og jafn- rétti kynjanna.12 Er hún þá að segja að guð hafi sent inflúensufaraldur til Reykjavíkur til að hún gæti ekki tekið próf? Varla heldur. En þessi orð Jakobínu birta skilning hennar á hlutskipti fátæklinga og annarra sem lítils mega sín. í sögu eftir sögu sýnir Jakobína óhamingjusamt fólk sem býr við óþolandi ytri aðstæður, kjör sem það sættir sig í raun ekki við en er þess ekki megn- ugt að berjast gegn eða þá að öll barátta er til einskis. Hún lítur á það sem skyldu sína að vekja fólk til umhugsunar og það gerir hún með því að ýkja kúgun og úrræðaleysi manna án þess að benda á lausnir. Þeirra verða les- endur að leita annars staðar. Saumakonan í kjallara hússins í Dœgurvísu (1965), „fyrirferðarlítil og þreytt kona, dálítið kvíðin á svip“ (112), virðist ekki hafa litið glaðan dag á ævi sinni, að minnsta kosti ekki síðan hún missti mann sinn. Takmark hennar í lífinu er að veita dóttur sinni „allt, sem hún sjálf hefir farið á mis við í lífinu, menntun, skemmtanir, vellaunað starf, auð, hamingju.“ (113) Ekki verður annað séð en hún færist frekar frá takmarkinu og að uppeldið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.