Andvari - 01.01.1914, Page 5
Steingrímur Thorsteinsson.
Eftir
prófessor Harald Níelsson.
Allir þeir, sem þektu Steingrím Thorsteinsson
síðari hluta æíi hans, rnuna eftir því, hve mjög hann
unni sólsetrinu í Reykjavík. Svipurinn var hj'r, er
liann liorfði til vesturs á kvöldd5rrðina. Líklegast
hefir honum eigi þótt jafnvænt urn nokkurt fjall og
Snæfellsjökul, og því ekki nema eðlilegt, að lionum
fyndist til um það, hve giæsilegu litskrúði sólin iðu-
lega varpar yfir hann á kvöldin. Um leið og hann
liorfði á þann töfraljóma, gat liann látið hugann
hvarfla til æskustöðvanna og æskuininninganna. Því
að undir þessu bláa og hvíta fjalli var hann fædd-
ur, á Arnarstapa á Snæfellsnesi, hinn 19. maí 1831.
Þar bjuggu þá foreldrar lians: Bjarni Thorsteins-
son amtmaður í Vesturamtinu (Þorsteinsson bónda
í Mýrdal, Steingrímssonar frá Þverá í Skagafirði,
Jónssonar lögréttumanns, Guðmundssonar í Lóni í
Viðvíkursveit) og kona hans Þórunn (Hannesdóttir
biskups í Skálholti, Finnssonar biskups).
Faðir hans varð amtmaður 1821 og bjó alla
sína amtmannstíð á Arnarstapa. Þar ólst því Stein-
grímur upp, unz hann gekk inn í latínuskólann í
Reykjavík 1846. Snemma lineigðist hugur hans til
Andvari XXXVIII. 1