Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 10
tí
Steingrímur Thorsteinsson.
grími, urðu þessir siðar þjóðkunnastir: Bergur Ó.
Thorberg, Jón Þorleifsson og Arnljótur Ólafsson.
Sjálft þjóðfundarsumarið (1851) siglir Steingrím-
ur síðan til háskólans í Kaupmannahöfn, og má
nærri geta, að ungur stúdent með ást á frelsi og
frama haíi skipað sér í flokk þeirra íslendinga í Khöfn,
er þéttast stóðu utan um Jón Sigurðsson, enda varð
Steingrímur honum handgenginn, og sýna bréf þau
frá J. S. til Steingríms, er nýlega hafa birt verið í
Isafold, hve miklar mætur Jón Sigurðsson liafði á
lionum og skáldskap hans.
Við háskólann lagði hann fyrst slund á Iögfræði;
en hann hætli við það og tók að stunda málfræði,
aðallega latínu og grísku. Árið 1863 lauk liann em-
bæltispróf í málfræði og sögu (með 2. einkunn). Að
honum vanst svo seint námið, kom til af því, að
hann var að liálfu í vist hjá fagurfræðinni og skáld-
listinni. Hann las þessi árin mikið af skáldritum og
heimspekisritum, og fékst jafnframt við ritstörf. Munu
fáir Islendingar liafa lesið jafnmikið af erlendum
skáldritum. Hann kynti sér eigi að eins lielztu skáld-
rit Dana, Norðmanna og Svía, lieldur og rit II. Burns,
Walters Seotts, Shakespeares, Byrons, Shelleys, Goet-
hes, Schillers, Heines, Viclors Hugos og Berangérs.
Auk þess átti hann við sjálft forntungunámið kost á
að kynna sér fornslcáldin grísku og latnesku.
Eftir að hann Iiafði lokið fullnaðarprófi, dvald-
ist liann um mörg ár í Kaupmannahöfn. Fekst liann
þar aðallega við kenslustörf, og var meðal annars
mörg ár kennari i grísku og lalínu við Dahls undir-
búningsskóla undir stúdentspróf. En jafnframt því
fekst hann stöðuglega við ritstörf. Árið 1868 varð
liann stipendiarius við Árna Magnússonar safnið og
hélt því þar til er hann íluttist heim til íslands. —
Nafnkendastir þeirra íslendinga, er hann átti kunn-
ingskap eða vináttu við á Hafnarárum sínum, voru,