Andvari - 01.01.1914, Síða 17
Steingrímur Thorsteinsson.
13
En liann hefir gert meira en að vekja frelsisþrána.
Hann heíir og með Ijóðum sínum vakið ást margra
á landinu. Fá skálda vorra liafa unnað meira ís-
lenzkri náttúrufegurð. Henni þreyttist hann ekki að
syngja lof. En jafnframt þessu kennir þunglyndi
hlandins blíðlyndis í kvæðum hans, og fátt fangar
fyr hug Islendinga en sá geðblær. Innileiki til-
finningarinnar, djúpar hugsanir og hreinleiks- og
himinþrá auðkenna skáldskap lians. Og fegurðar-
auðurinn er raikill. Hann er líklega mesta spak-
mælaskáldið, sem vér höfum eignast. Sumstaðar
birtist lífsspekin í nöpru háði. Hér er eigi rúm til
að rita um skáldskap lians, því að mér er markað-
ur básinn. Auk þess liefi eg þegar minst á hann i
húskveðjunni, er eg flutti við jarðarför lians og prent-
uð var í ísafold. Dr. Guðm. Finnbogason liefir rit-
að allílarlega um skáldskap Steingrims. Nefnir
hann hann »blíðskáld« og ljóð hans »sólarljóð«, og
er hvorltveggja sannmæli.
Steingrímur hélt alla æfi trygð við »rómantík-
ina« og honum var lítið um hlutsæisstefnuna í
skáldskapnum (realismann). Eitt sinn kom eg heim
til hans með biblíuþýðingarhandrit, sem oftar. Varð
okkur þá stundum skrafdrjúgt. Þetta sinn bauð hann
mér að lofa mér að heyra smákvæði, er hann væri
nýbúinn að yrkja. Það var »Valið«. Og aldrei get
eg gleymt, hve snildarlega hann fór með vísurnar.
þeir einir, sem þektu hann vel, geta gert sér hug-
mynd um, hvílík ódæma fyrirlitning og háð gat kom-
ist fyrir í röddinni, er liann liafði yfir síðara erindið:
Eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt
á við tíðarsmekkinn.
Minna rósblóm mat hann frítt,
málaði svo — þrekkinn.
Þögnin sem varð á undan síðasta orðinu, var engu