Andvari - 01.01.1914, Page 19
Steingrimur Thorsteinsson.
15
Hann var meðalmaður vexti, fremur þrekvaxinn
um herðar og snarlegur; dökkhærður og dökkbrýnn;
cinkennilega hárprúður til dauðadags; hærðist seint.
Andlitið var frítt, svipbrigðin á því mikil og augun
Ijómandi fögur. Minnist eg eigi að hafa séð fegurri
augu en hans, nema ef vera skyldi 1 Indverjum.
þegar hann hélt ræður í samkvæmum, var hann
andríkur með afbrigðum og einhver látlaus tign yfir
allri framkomunni. í raun og veru var hann alt
af »aristókrat«, þótt hann væri yíirlætislaus.
Hann andaðist snögglega hinn 21. ágúst 1913.
Hafði hann gengið sér til skemtunar inn fyrir Rauð-
ará síðla dags. Þar fékk hann aðsvif. Bar þar að
akandi mann. Hann tók öldunginn upp í vagn sinn.
Og ræddi Sleingrímur við hann á heimleiðinni, og
gekk því næst óstuddur upp í herbergi sitt. Þar tók
kona hans á móti honum. Eftir stutta stund fékk
hann annað aðsvif og var örendur eftir fáein augnablik.
Jarðarförin fór fram hinn 30. ágúst. Erfiljóð
orti Guðm. Guðmundsson skáld. Og ýms önnur skáld
mintust andláts hans í ljóði, svo sem Matth. Joch-
umsson, Þorsteinn Erlingsson, og önnur hafa gert
það síðar, svo sem Þorsteinn Gíslason o. 11.
í einu kvæðinu, eftir Konráð Vilhjálmsson kenn-
ara, er komist svo að orði:
Út með andnesjum
óð hans saung
fiskimaður
á fleyi sínu.
Inst í afdal
orð hans kunnu
sauðamaður
og selstúlka.
Fram úr Snæfellsjökli gengur fell eitt gegnt Arn-
arstapa. Það er nefnt Stapafell. í haftinu milli þess
og jökulsins er einkennilegur hellir. Hann er eigi