Andvari - 01.01.1914, Síða 23
dularfullra fyrirbrigða.
19
lieimtingu á því flestum fremur, að tekið sé fult tillit
til rannsókna hans.
En svo að mönnum skiljist það nú nokkurn
veginn, sem ég ætla að skýra þeim frá, verð ég að
hafa ofurlítinn formála. Eg verð að lýsa nokkrum
sálarfræðislegum hugmyndum, sem eru oss Islend-
ingum enn svo ótamar, að þær eru ekki einu sinni
búnar að öðlast þegnrétt í íslenzku máli. Eg sé því
ekki önnur ráð en að mynda nokkur nýyrði, sem má
notast við í bráð, þangað til önnur betri eru fundin.
1. Um liuglirif.
Allir erum vér, eins og kunnugt er, næmir fyrir
utan að komandi áhrifum. En vér erum misnæmir
fyrir þeim og eitt skynfæri vort getur verið næmara
en annað. Sumir menn eru t. d. sérstaklega sjón-
n æ m i r (visuellir), sumir hlustnæmir (audilivir)
og sumir hreyfinæmir (motoriskir). Sjónnæmir
eru þeir menn nefndir, sem einna helzt beita augun-
um til þess að skynja með; en það hefir þau áhrif
á sálarlíf þeirra, að það er eins og þeir sjái hlutina
með lit og líkjum, þegar þeir hugsa um þá. Hlust-
næmir eru þeir menn nefndir, sem einna helzt beita
hlustunum; en það hefir þau áhrif, að það er eins
og þeir heyri eitthvert innra hljóðskraf, einhverjar
innri raddir, þegar þeir eru að hugsa. Hreyfinæmir
eru loks þeir menn nefndir, sem er gjarnt á að líkja
eftir hlutum þeim og persónum, er þeir sjá fyrir sér,
með tilburðum sínum og látbragði. Alt mætti nefna
þetta einu nafni s k y n n æ m i.
En til er annað næmi og nokkru víðtækara en
þetta. Einnig hugir manna eru misnæmir fyrir utan
að og innan að komandi áhrifum. Sumir, einkum