Andvari - 01.01.1914, Síða 24
20
Rannsókn
konur og börn, eru svo næmir fyrir svipbrigðum
annara, að þeir finna þegar til þess, hvað þessum
mönnum muni búa í hug, fá eins og sagt er: hug-
b o ð um það. Og til eru þeir menn, sem geta eins
og lesið í hugi annata. Þó kemur þetta einkum fyrir
í sérstöku sálarástandi, t. d. á einu stigi dáleiðslunn-
ar og þegar menn eru lialdnir af vissum sjúkdómum
eins og t. d. móðursýki. I slíku ástandi geta menn
orðið svo næmir fyrir hugsunum annara, tilfinning-
um og tilhneigingum, að það er eins og þeir þurfi
alls ekki að beita skynfærunum til þess að finna,
hvað öðrum býr í hug. Alt slíkt mætti nefna hug-
n æ m i (suggestibilitet).
Nú verða menn fyrir ýmiskonar áhrifum, bæði
innan að og utan, ýmist fyrir milligöngu skynfæra
sinna eða án þeirra. S k y n h r i f i n þekkja allir.1) En
hughrifin, það sem á erlendum málum nefnist
mental suggestion, eru mönnum síður kunn. En nú
skal ég nefna helztu tegundir þessara hughrifa. Stafi
hughrif þessi frá sjálfum manni eða öllu heldur frá
hinni svonefndu undirvitund manns, eru þau á er-
lendum málum nefnd autosuggestion og mætti ef til
vill nefna það sjálfshrif á íslenzku. Stafi hug-
hrifin frá öðrum, séu það sem á erlendum málum
nefnist heterosuggestion, þá geta þau ýmist verið
skamt eða langt að komin. Séu þau lcomin skamt
að, mætti ef til vill nefna þau nærhrif á íslenzku;
séu þau komin langt að, er ekkert eðlilegra en að
kalla þau fjarhrif (telepathi). Loks er að geta
liughrifa þeirra, sem menn verða fydr í ýmiskonar
leiðsluástandi, einkum dáleiðslunni; mætti því ef til
3) Af 8kynbrifum eru m á l h r i f (vcvbal suggcstion) tíðust.