Andvari - 01.01.1914, Síða 28
24
Rannsókn
skynfæra sinna, ef þeir að eins voru í nógu hrif-
næmu áslandi. Og nú urðu ýmsir aðrir vísinda-
menn Frakka til þess að leysa frá skjóðunni. Próf.
GharlesRichet.HéricourtogBeaunis rituðu
nú í sama tímaritið skýrslur um fjarhrif, sem þeir
höfðu ýmist sjálfir valdið eða verið vottar að. Og
meira að segja má í sama árgangi lesa merkilega
skýrslu frá löngu dánum lækni um það, að hann hafi
haft áhrif á suma geðveiklinga sina í alt að 10 kíló-
metra fjarlægð, getað róað þá og svæft1).
Það var þá engum blöðum um það að íletta
lengur, að fjarhrif gátu átt sér stað, og fóru menn
nú að hagnýta sér sannindi þessi hver á sína vísu.
Próf. Ochorowicz reit um þau bók þá, er ég
vitnaði til. F. W. H. Myers tók að trúa á fjarhrif
frá öðrum heimi og reit biblíu þeirra andatrúar-
manna: On human personality. En próf. J a n e t hélt
áfram hinum merkilegu sálarrannsóknum sínum, eins
og ekkert hefði í skorist, rannsakaði meðal annars
hið svonefnda miðilsástand og sýndi fram á, að því
svipaði mjög til dáleiðslunnar. Athugum það nú
nánara.
3. Um dáleiðsluna og miðilsástandið.
Þá er maður er dáleiddur, er eins og drepið
heíir verið á, einu stigi dáleiðslunnar þannig farið, að
það er rétt eins og hinn dáleiddi verði önnur útgáfa
af dávaldinum. Á þessu stigi dáleiðslunnar er mað-
urinn í eins konar hálfmóki milli svefns og vöku.
1) llevne pliilosophique 1886, bls. 196 o. s., bls. 425 o. v. —
Vildu menn annars ekki taka upp á því í riti, þegar vísað er
til blaðsíðutals, aðláta: o. s. merkja: og siðar, en : o. v. merkja:
og víðar ?