Andvari - 01.01.1914, Page 32
28
Rannsókn
Einnig það hefir próf. Janet rannsakað og meira
að segja búið til hvern miðilinn á fætur öðrum.
Það er hans skoðun, að miðilsástandið sé venjuleg-
ast einskonar millibilsástand milli svefns og vöku,
líkast hughrifaástandinu í dáleiðslunni. Segir hann,
að allir hrifnæmir menn geti komist í þetta ástand,
en þó einkum móðursjúkir. Próf. .Tanet er ekki fyrir
fullyrðingar, en fullyrðir þó, að hann geti búið til
miðil úr hverjum móðursjúkum manni, enda heíir
hann eins og nú skal sýnt gert þetta hvað eftir annað.
Sem dæmi má nefna eina móðursjúka konu,
Lucie, er próf. Janet hafði til meðferðar. í einni dá-
leiðslunni lét hann hana leika 7 ára gamlan dreng,
að nafni Jósep. Petta gerði hún og gerði það vel.
En ekki var þar með búið, heldur skrifaði hún, er
hún var vöknuð, eins og miðill í miðilsástandi ó-
sjálfrátt og óafvilandi svohljóðandi bréf:
Góði afi I
í tilefni af nýja árinu óska ég þér góðrar líðanar
og lofa þér að vera prúður og góður drengur.
Þinn sonarsonur
Jósep.
Öðru sinni lét hann konu þessa í dáleiðsiunni
leika kvenpersónu eina, Agnesi, úr einu leikriti
Moliére’s. Pá skrifaði hún sömuleiðis og i sama á-
slandi, eftir að hún var röknuð af dáleiðslunni, bréf
f anda Agnesar og undir hennar nafni.
í þriðja sinni lét Janet hana leika Napoleon
mikfa, og þá skrifaði hún sömuleiðis ósjálfrátt skipun
til einhvers hershöfðingja hans um að stefna öllu
liðinu til orustu, og skrifaði siðan undir með stór-
karlaletri : NAPOLEON.