Andvari - 01.01.1914, Page 34
30
Rannsókn
hvernig eigi að skýra þetta. Fyrir hughrif frá ein-
hverjum, sem viðstaddir eru, eða frá konunni sjálfri,
fer undirvitund hennar að rita i anda Napoleons;
svo gripur hugsun þessi hana alla og hún fer að
leika keisarann í: — »hálfgildings leiðsluástandi, sem
endar á dástjarfa eða fullkomnu dák1). Og ekki
man hún fremur eftir þessu, þegar hún vaknar, en
það hefði verið regluleg dáleiðsla. Þetta er nú skýr-
ing visindanna. En andatrúarmenn skýra aftur á
móti fyrirbrigði þetta á þá leið, að sálin hafi um
stund skroppið úr líkama miðilsins, en í stað hennar
haíi sál Napóleons komið af himnum ofan og hrifið
fyrst hendina, en síðan allan líkamann. Tilgáta þessi
er handhæg; en er hún jafn eðlileg og hin? Nei.
En — segja andatrúarmenn — þótt þetta megi
nú skýra með venjulegu móti og á eðlilegan hált,
þá eru svo mörg önnur fyrirbrigði, sem styðja til-
gátu vora og ekki virðist hægt að skýra með öðru
móti en áhrifum frá öðrum heimi. Hvernig getur það
t. d. verið af lifandi manna völdum, þegar miðillinn
fær hugskeyti um eitthvað það, sem enginn lifandi
maður virðist liafa munað eða vitað í þann svipinn?
Og hvernig getur það stafað af völdum lifandi manna,
þegar miðlar hver í sinu landinu og stundum jafnvel
hver í sinni heimsálfunni fara að rita á sama tíma
og án þess að vita hver af öðrum liver sitt ritbrotið,
sem er með öllu óskiljanlegt fyr en skeytin eru borin
saman. Þá er eins og alt sé af ráðum gert, og alt
stafi frá sama ósýnilega höfundinum. En þetta kemur
1) „l’hémiaomnambulisme qui devient une catalepsie ou un
somnambulisme complet11. L’Anlomalisme psijchotógique, Alcan,
Paris 1910, bls. 409 o. s.