Andvari - 01.01.1914, Page 36
32
Rannsókn
borist langar leiðir, oft land úr landi. í einhverri beetu
tilraunaröðinni milli þeirra Miss Miles og Miss Rams-
den voru tilraunirnar gerðar í 5 mílna fjarlægð1).
Einnig fyrir hugskeytum þessum eru menn nú
miklu næmari í dáleiðslunni og miðilsástandinu en
ella, og það svo, að sumir miðlar virðast geta 1 e s i ð
í hugi manna, bæði þeirra, sem við eru og fjar-
staddir eru. Það má með öðrum orðum senda miðl-
ana til njósna um heima og geima rétt eins og sagt
er frá um Finnana, er þeir voru sendir lil íslands2).
Hvort miðlarnir fara þá úr lxam sínum til að fá
fréttirnar eða fá hugskeyti þessi langt eða skamt að,
er ekki að svo stöddu gott að segja, en víst er urn
það, að sumir miðlar virðast gæddir gáfu þessari.
Þannig virðist amerísk kona, Mrs. Piper í Boston,
hafa gáfu þessa til að bera í ríkum mæli. Maður
var nefndur dr. H o d g s o n, gjörhugull maður og
skarpvitur. Hann hafði orðið til þess að fletta ofan af
hverjum svikamiðlinum á fætur öðrum og var orðinn
hreinasta miðlagrýla. En er hann kyntist Mrs. Piper,
tóku að renna á hann tvær grímur og eftir nokkurra
ára tilraunir með hana lét hann þá skoðun uppi,
að til væri að eins einn miðill og hann héti
Mrs. Piper! Fyrir liugskeyti þau, sem hún í miðils-
ástandinu flutti honum og áttu að stafa frá fram-
liðnum vinum hans, snerist hann loks sjálfur til
andatrúar. Hafði hann við orð, að ef hann létist á
undan Mrs. Piper, skyldi liann ekki vera lengi að
vitja hennar og reyna að tala eða rita fyrir hennar
tilstilli. Þetta varð; dr. Hodgson dó skyndilega í
1) Sbr. Barrett: Psychical research, bls. 96 o. s.
2) Sbr. Vatnsdælu, 12. kap.