Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 44
40
Rannsókn
fóðri, þar sem engin smuga var á nema að framan,
þar sem dragtjöldin voru. Ekkert var inni í byrginu
nema stóll einn, er miðillinn sat á, og byrgið var
jafnan rannsakað bæði á undan og eftir tilraunnnum.
Sjálfur var miðillinn afklæddur og rannsakaður
nákvæmlega á undan og eftir hverri tilraun, fyrst af
ljósmóður einni og frú Bisson, síðan af sjálfum lækn-
inum og ýmsum öðrum vísindamönnum. Að neðan
var hún í leistabrókum, en að ofan í þunnum svört-
um kufl og voru fötin síðan saumuð þannig að henni,
að ekki varð komið fingri, hvað þá lieldur hendi,
inn á hana bera. Við síðustu tilraunirnar var líka
saumuð fíngerð slæða fyrir vit hennar, en við og við
var haldið bæði höndum og fótum á henni, meðan
á tilraununum stóð, svo að ekki gæti hún sjálf neylt
neinna bragða til þess að framleiða fyrirbrigðin.
Engar andatrúar-tiktúrur, svo sem sálmasöngur
og því um líkt, voru viðhafðar nema rétt í fyrstu
skiftin. Stúlkan var að eins dáleidd, og tók það
venjulegast ekki nema V2 mínútu. Féll hún þá í
þetta einkennilega hálfmók, sem einkennir miðils-
ástandið; hún vissi af öllu, sem framfór í kringum
hana og gat jafnvel lesið hugsanir þeirra, sem við
voru, enda reyndi hún að verða við óskum þeirra í
hvívetna.
í fyrstu bar nú lítið á fyrirbrigðunum. Stúlkan
tók raunar stundum að stynja og veina eins og hún
væri að taka jóðsóttina, og þá fóru að sjást á henni
gráir og ljósir dilar af einhverju fíngerðu, kviku efni,
sem virtist vella út úr líkama hennar hingað og
þangað, en þó oftast nær út um eitthvert opið á
líkamanum, og efni þetta fór smámsaman að taka á
sig ýmiskonar myndir.