Andvari - 01.01.1914, Side 49
dulari'ullra fyrirbrigða.
45
frym i (teleplasma/l) fyrir utan hana. Og að svo hafi
það mótast á einlivern hátt. Nú voru hendur mið-
ilsins langoftast sýnilegar, svo að ekki var auðið að
inóta með þeim, og heldur ekki gat hún notað tærnar
til þess. Þá er líklegast, að efni þetta, sem altaf stóð
í sambandi við miðilinn, hafi mótast eftir huga lians,
eða annara þeirra, er gátu haft áhrif á hann. Stafar
nú fjarmótun þessi eða h u g m ó t u n (ideoplastil
frá Evu sjálfri, frá öðrum lifandi mönnum eða —
frá sálum framliðinna?
Við fyrstu tilgátunni er það að segja, að Eva C.
var alls ekki listliög í vöku, gat sama sem ekkert
teiknað og hafði ekkert gaman af listaverkum. En
frú Bisson er hinn bezli myndhöggvari og Eva bjó
um langt skeið á listastofu hennar, þar sem hún
hafði steypur af höndum, fótum og andlitum daglega
fyrir augum. Eva sjálf gaf þessu nú litinn sem engan
gaum; en læknisrannsóknin á Evu sýnir, að hún var
móðursjúk og að líkindum hefir það, sem hún nefndi
»Berthu« verið undirvitund hennar. H ú n gat hafa
tekið eftir þessu í vökunni, og hugur hennar gat
svo stýrt mótun fjarfrymisins í dáleiðslunni. En
það starf hefir að líkindum ekki verið með öðrum
hætti en þeim, að útflæðið úr konunni hefir tekið á
sig myndir þær, sem liugur hennar eða undirvitund
í það og það sinnið bjó yfir.
En þá er að hyggja að næstu tilgátunni. Það
getur sem sé vel verið. að áhrifin frá þeim, sem við
voru, liafi líka látið til sín taka við mótun þessa.
Enda sýndi þetta sig þráfaldlega. Ekki þurfti annað
1) Efni það, protoplasma, sem myndar uppÍBtöðuna í
likömum allra lifandi vera, hefir verið nefnt „frymi“ og lífafrymi
á isl.; því er réttast að kalla þetta teleplasma: fjarfrymi.