Andvari - 01.01.1914, Qupperneq 52
48
Rannsókn
vísindin líta ekki svo á sem andatrúartilgátan sé
sönnuð. Fer svo fjarri því, að ílestir þeir sérfræð-
ingar, sálarfræðingar og læknar, er fengist hafa við
þessi fyrirbrigði, visa henni algerlega á bug, og gæti
ég nefnt nóg dæmi þessa, ef ég kærði mig um. En
ég býst nú við, að mörgum og þá einkum andatrúar-
mönnum þyki nóg komið að sinni, og að þeir eins
og fyrri muni bregða mér um hlutdrægni og jafnvel
óbilgirni í sinn garð. En það er svo langt frá því
að svo sé, að persónulega mundi ég ekki hafa neilt
á móti þvi, þótt andatrúarmönnum iánaðist að síð-
ustu að færa sönnur á sitt mál. Pví að bver mundi
ekki óska þess með sjálfum sér, að einhverntíma,
fyrr eða síðar, yrði auðið að færa sönnur á framhald
sálarlífsinseftirdauða likamans? líg efa að það sé hægt.
En hér á við eins og víðar, það sem Björnson segir:
Jo större sag,
des tyngre tag,
men desto större sejer!
Því mikilsverðara sem málið er, því öllugri verða
sannanirnar að vera. En hinu er ég eindregið á
móti, að menn séu að x>humbugisera« í þessu máli
og telji það sannanir, sem annaðhvort er ekki annað
en lítt skilin fyrirbrigði eða bláberar staðhæíingar. —
Ég heíi hugsað mér að taka efni þetta til ílar-
legri meðferðar í fyrirlestrum í háskólanum á kom-
anda vetri í sambandi við önnur skyld fyrirbrigði,
svo sem drauma, vitranir og þvl., til þess að rejma
að sýna fram á, hvaða fótur er fyrir þessum og því-
líkum fyrirbrigðum og hvaða ályktanir muni rnega
af þeim draga uin eðli sálarlífsins. Mér dylst ekki,
að af þeim megi draga ályktanir um marga merki-
lega sálarlega eiginleika, er menn til þessa hafa geíið alt
of lítinn gaum. En ég læt nú hér staðar numið að sinni.