Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 57
meö Eskimóum.
53
fyrstunni; fyrstu vikuna át ég einmælt, og lagði ekki
i fiskréttinn fyr en undir kvöld, eftir gilda þingmanna-
leiðar göngu á túndrunni1), til þess að skerpa lystina,
þegar einn mánuður var liðinn, gat ég fengist við
fiskinn, hvernig sem hann var tilreiddur á Eskimóa
vísu, — nýjan eða úldinn, hráan, soðinn eða steiktan,
Við höfðum ekkert fyrirmannasnið á borðsiðunum
og hvorki hnífa né matforka.
Heimilisfólkið var níu alls, með kvenfólki og
krökkum. Þeim var mikil raun að því, hve lítið ég
borðaði, og matbjó fiskinn eins vel og það kunni.
Fósturdóttir húsbóndans hét Navalluk, 14 vetra mær;
hún var því vön þegar sást til mín á börðunum,
undir sólarlagið, að taka sjóbirting og steikja hann
á teini við eldinn, svo að hann væri til, þegar ég
kæmi heim. Þegar henni þótti hann hæfilega steiktur,
þá tók hún disk, sem Roxa hafði áskotnast, sleikti
hann hreinan (þvi að það þekti hvítra manna siði,
og vildi ekki annað heyra, en ég hefði disk); þar
næst breiddi hún handklæði á jörðina, lét þar á maf-
inn og sagðist vona að ég hefði nú betri lyst en í
gær, og stundum að þetta væri fallegasti fiskurinn,
sem hefði veiðst þann daginn.
Margir hafa orðið til þess bæði fyr og síðar,
að breiða það út, að hreinlæti meðal Eskimóa sé
stórum minna en nú gerist hjá oss — og þó eru
borðsiðir þeirra líklega ekki ólíkir því, sem gerðist
hjá forfeðrum vorum á dögum Arthurs Bretakappa.
Ég hefi ekki tilgreint ofannefnt atvik í því skyni, að
árétta þær frásagnir. Það er ljósl, að diskaþvottur-
l) Þvi nafni nefnast mýrar í heimskautslöndum, með holt-
um og börðum, frosnar fyrir neðan svörð, árið um kring.