Andvari - 01.01.1914, Page 58
51
Vetrarseta
inn eru öðruvísi hjá oss; hitt vildi ég öllu fremur
láta lesandann finna, að viðvikið, þó lítið sé, ber
vott um góðvild og gott innræti.
Fiskiverið lijá Hellunesi er tæpar 3 þingmanna-
leiðir austan Herschel-ey og' 20 mílur fyrir vestan
vestustu kvísl Mackenzie-fljótsins; það er í þjóðleið
þeirra sem sækja til eyjarinnar frá austurbakka fljóts-
ins og af eyjunum milli kvíslanna, bæði vetur og
sumav. Bátar fóru fram hjá á hverjum degi, flestir
aðfengnir frá hvalveiðamönnum og einstaka fyrir
vinnu á skipunum. Á þessum bátum hafa Eskimóar
lært sjómensku, og skortir ekki áræði né lag á við
alvana sjómenn.
Margir af bálunum lögðu að landi við Hellunes
til skrafs og matar, en sumir reistu tjöld á landi og
lágu þar í nokkra daga, svo að þar voru löngum
frá 10—14 tjöld í einu. Því gafst mér tækifæri til
að sjá háttu Eskimóa, þegar margir búa saman; það
var siður þeirra fyrmeir að færa sig saman og búa
í hverfum á veturna, en nú er sá siður lagður niður;
nú býr hver sér hæði vetur og sumar, og er langt á
milli bæjanna, jafnvel liátt upp í þingmannaleið.
Okkar heimili átti þarna fasta-tjald, og þangað
hópuðust komumenn helzt. Þegar gott var veður
stóðu karlmennirnir í hvirfingu framundan því, við
vinnu sína, að ríða net eða bæta, eða aðra þarfa
vinnu, því að Eskimóar eru aldrei iðjulausir, hvorki
karlar né konur né unglingar. Kvenþjóðin sinti sín-
um verkum, að búa til mat eða fatnað, en allar sem
höfðu ekki slíka vinnu, gengu á túndruna og tíndu
ber. Sumar höfðu börn á baki, og báru þau svo
mílum skifti í berjaleitinni, tveggja og þriggja ára
gömul. Börnin eru borin á beru bakinu undir skinn-