Andvari - 01.01.1914, Síða 59
með Eskimóum.
55
kuílinum, og því hafa hann allar konur og gjafvaxta
meyjar 14 ára og þar yfir, víðan bakatil ofan að
mitti; þar er honurn lialdið saman með belti, sem
gengur skáhalt upp yfir brjóstin og upp í hálsmálið
að framan. Hálsmálið má draga saman eftir vild,
og reka börnin þar upp höfuðið þegar hentugt þykir
og verk eða veður leyfir.
Þegar heim er komið með berin, er þeim helt í
stórt trog, selstysi látið út á og hrært í með hend-
inni. Síðan er kallað, og koma þá allir, sem heyra,
hlaupandi til veizlunnar. Við höfðum barna-sið á
borðhaldinu, tókum fulla lúkuna og létum upp í
okkur og sleiktum hana hreina þegar lokið var. Eg
komst fyr upp á að éta þennan rétt heldur en fiski-
fangið.
Þegar fiskur var hafður, var líkt tilhagað. Ein-
hver konan setti upp stóran pott í tjaldi sínu og sauð
fisk, eða matbjó hráan fisk í stóru trogi, með því
að rífa hann úr roðinu með tönnunum. Síðan var
æpt mataróp, og komu þá allir hlaupandi. Ef ekki
komust allir að troginu, var konum og börnum
ætlað ílát annarstaðar og mötuðust sumir karlmenn-
irnir með þeim, þegar svo stóð á. Slíkt þykir engin
læging með Eskimóum, því að konur eru þar í engu
minni metum en karlar, en hjá Indiánum þætti það
rnikil vanvirða. Stundum var fisktrogið borið þangað,
sem karlmenn sátu skrafandi við vinnu sína. Soðinn
fisk átum við með fingrunum en hráan nöguðum við
með tönnunum utan af beinunum.
Þess má geta, til að sýna innræti Eskimóa, að
einn var þar aðíluttur frá Alaska og hafði hlotið þar
nafnið Anderson; hann átti í tjaldi sínu hálfan mjöl-
sekk og púðursykur og gerðu þau hjónin lummur úr