Andvari - 01.01.1914, Síða 60
56
Vetrarseta
því til sælgætis handa barni sínu 5 ára gömlu. And-
erson vissi að ég átti bágt með að venjast við fisk-
inn og vildi að ég kæmi á hverjum degi í lummurn-
ar. Honum hafði veizt erfitt að venjast við hvítra
manna fæðu og gat því nærri, hvernig mér mundi
falla Eskimóa-matarræðið. Þegar fram í sótti hafði
honum fallið vel vistin og spáði, að ég mundi una
vel matarvistinni hjá Skrælingjum, þegar til lengdar
léti og svo reyndist það. Mjölsekkinn hafði Ander-
son fengið hjá hvalveiðamanni; sá hafði að eins hálfs-
mánaðarvist handa hásetum sínum, en kom þó ekki
til hugar, að þeir mundu nokkurntíma verða svo
langt leiddir af hungri, að þeir legðu í mjölsekkinn,
með því að hann hafði gegnblotnað í steinolíu. En
góðar þóttu mér samt lummurnar úr því mjöli.
Það var einn dag i útnyrðingsstormi og slyddu-
byl, að skip sást úti fyrir, svo sem 500 faðma frá
landi. Mér datt fyrst í hug, að þar væri Duchess
komin að vitja mín, en svo var þó ekki. Það var
skip sem Eskimóar áttu, nefnt Penelope, og þykir vel
hlýða að segja stuttlega frá æfi þess og afdrifum.
Það var bygt upphaflega með háum siglum og blý-
kili til lystiferða, hið fríðasta skip og mjög hraðsiglt,
en selt siðan og smíðað upp til hvalveiða í Beauforts-
hafi. En er sú för varð eigi til Qár, þá var skip-
ið selt fjórum aðkomu-skrælingjum frá Alaska fyrir
grávöru, tóuskinn, svört og silfurgrá og marðarskinn,
afarmikið fé. Síðan sigldu skrælingjar skipinu með-
fram ströndum og jafnvel norður að Bankslandi,
langt norður í höf, en þangað höfðu áður komið
brezkir sjóliðsforingjar og hlutu sæmd fyrir þá af-
reksferð.
Nú hafði norskur skipari, Stein að nafni, tekið