Andvari - 01.01.1914, Page 62
58
Vetrarseta
Eskimóum þykir fiskur beztur þegar farið er að slá
í hann, álíka og sumum annara þjóða mönnum þyk-
ir góður stækur ostur og úldið dýraket. Ég á kunn-
ingja, sem hafa vanist á að borða súrmjólk hjá
hjarðmönnum í Asíu og engisprettur í Afríku, og líkt
fór mér; þegar fram liðu stundir þótti mér hrár fisk-
ur stórum betri úldinn heldur en nýr.
í byrjun októbermánaðar fór að frjósa á vötn-
um og víkum og brátt lagðist veturinn að. Ég smá-
vandist á háttu landsmanna; í miðjum október lagði
ég ullarfötin niður og klæddist skinni frá hvirfli til
ilja, eins og þar bornir Eskimóar. Ég saknaði aldrei
neins vetrarklæðnaðar sem tíðkast í siðuðum löndum
og sama sögðu sjófarendur sem ég hitti síðar og sátu
þann vetur 300 milum vestar á ströndinni. Til vetr-
arsetu með Eskimóum í heimskautslöndum þurfa
hvítir menn engan viðurbúnað — ekki neitt nema
sæmilega heilsu.
Um miðjan októberm. kom hópur Eskimóa ofan af
landi og sögðu dýraveiði nóga. Þeir kölluðust Nana-
tóma og áttu heima 4 þingmannaleiðir suður í land-
ið í Klettafjöllum, þar sem vötnum veitir vestur til
Yukon. Það var afráðið að við Hellunesjungar skyld-
um senda tvo liundasleða til þessara veiðimanna-
búða, með því að þeir lofuðu okkur eins miklu dýra-
kjöti beinlausu, eins og við gætum dregið með okk-
ur, en það er um 60 fjórðungar á hvern sleða með
6 hundum fyrir, þegar langt þarf að fara. Mig fýsti
vitanlega að fara þá för, til að venjast vetrarferðum
áður en hörkur legðust að fyrir alvöru, með því að
ég ætlaði þær yfrið erfiðar og hættulegar.
Margir hugsa að ekki þurfi annað á sleðaferðum
með hundum, heldur en að sitja á sleðanum, veifa