Andvari - 01.01.1914, Side 64
60
Vetrarseta
kvöldi dags suður að skálum veiðimanna. Þeir stóðu
við eina þverá ígulfljóts (Porcupine) nafnlausa, í
skógarlundi, líklega þeim nyrzta, sem til er í þess-
ari heimsálfu.
Við fengum þokur á suðurleið og sáum því ekki
til dýra, en slóð þeirra sáum við iðulega yfir árís-
inn, stórra hópa, og úlfaför í slóðinni. En þar sem
veiðiskrælingjar þessir höfðu bækistöð sína, var svo
mikið af dýrum, að þeir fóru ekki heiman að á
veiðar, heldur höfðu gát á þeim frá hól á húsabaki.
Ef einhversstaðar sást hópur mátulega nærri, þá fóru
þeir af stað, komust fyrir hann og í kringum hann
á hálfum degi og hættu ekki fyr en hvert dýr var
að velli lagt. Þessir skrælingjar voru góðir skot-
menn, höfðu byssur með nýjustu gerð, reyklaust
púður og oddstýfða skotfleyga1).
Húsin í þessu skrælingjahveríi höfðu engan
mæni, heldur ávöl þök; grind var úr birki og mosa
troðið upp í. Dyr voru lágar og þröngar, og í hurðar
stað var gæra af »fjallakind«. Hlóðir voru á miðju
gólfi og skjágluggi uppi yfir; hann var tekinn úr,
þegar kveikt var upp og mest rauk. Skjárinn var úr
skinni, smitandi af feiti og ekki mjög glær. Tólgar-
kertum brendu þeir af dýrafeiti.
Við stóðum við í þrjá daga og hjálpuðum til
við dýradrápið, lögðum síðan af stað norður á leið
með sleða okkar tvo. Við tókum með okkur um
100 fjórðunga af keti, og gekk helmingurinn af því
upp á leiðinni. Dagarnir tóku að styttast og veðrið
1) SoftnoBe bullets (oddurinn stjfður af stálhylkinu, svo
að sér í blýið; af þeim verða Ijót og hættuleg sár).