Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 67
meö Eskimóum.
63
hlífa heimilisbirgðunura. Eftir tveggja daga ferðalag
um víðivaxnar eyjar og djúpan snjó, komumst við
aftur á rétta leið, áltum þá eftir helming nestis og
5 sjöttunga leiðar, og réðum þá að bæði menn og
liundar skyldu þaðan af fá að eins hálfan skamt í mál.
Á þessari för lærði ég fyrst að þekkja snjóhús.
Sól hafði ekki sézt í viku, bylur var á hverjum degi
og kuldinn frá 25°—40° fyrir neðan frostmark (32°—
40° C.). Ég fann ekki til kulda, en fullkalt var þetta
þegar hvast var, sér í lagi ef við hefðum legið í tjaldi
á nóttunni. Allir norðurfarar hafa miklar sögur að
segja af þeim hörmungum sem þeir hafa tekið út í
tjaldvistinni, nema Peary einn. Hann hefir öðrum
fremur kunnað að læra af Eskimóum, og þvi hefir
hans ferðalag verið háskalaust og þrautalítið. Þar
af stafar það, að hann er nú talinn flestum norður-
förum fremri.
Tjaldvistinni að vetri til á norðurferðum má lýsa
þannig í sem styztu máli:
Þegar tjaldið er uppsett og allir komnir inn, er
liitinn einum 20° meiri inni en úti, ef kuldinn er
50° úti, þá er 30° kuldi í tjaldi. Mennirnir eru
sveittir af göngunni, en svalar skjótt og skjálfa því
næst; þá er skriðið í húðfatið og reynt að skrifa í
dagbókina með vetlingum (sjá frásögn Nansens);
tjaldið og allir hlutir sem inni eru, hrímar af hitan-
um af mönnunum; jökul leggur innan á húðfötin,
þau frjósa eins og stokkar á daginn í kuldanum, og
verða mjög þung í meðförunum, en á nóttunni þiðna
þau og vöknar sá sem þar sefur, svo að utanyfir-föt
hans hlaupa í gadd þegar hann skriður úr húðfat-
inu að morgninum. Slík er ævi hans, votur, freðinn
og skjálfandi á víxl, allan sólarhringinn, og bæði tjald