Andvari - 01.01.1914, Page 70
66
Vetrarscta
mannabygð. Við átum þá það sem eftir var af
nestinu, tæplega fjórðung fullrar máltíðar, og geng-
um á ráðstefnu. Sú ráðstefna var með þeim hætti,
að Roxy kvað einn kost fyrir hendi, að skilja alt
eftir sem hægt væri við sig að losa og halda austur
á leið eins hart og farið yrði, því að við hlytum að
rekast á mannabygð einhversstaðar með austurland-
inu. Næsta dag vorum við komnir til ferðar kl. 3
um morguninn. Við skildum eftir byssur og skot,
nokkuð af rúmfatnaði, verkfæri mín og ritfæri, nema
vasakver. Tveir af hundunum voru uppgefnir og
drógust á eftir sleðanum ; tveir mennirnir drógu sleð-
ann með þeim hundum sem óþrotnir voru, en einn
tróð slóðina á undan. Um nónbil voru allir hund-
arnir þrotnir, og drógu þá mennirnir sleðann, en
hálfa aðra þingmannaleið höfðum við þá farið síðan
um morguninn. Næsta dag héldum við enn áfram
ferðinni, og eftir gilda 6 mílna (d.) ferð hittum við
á mannaför og sleða, er eftir stefnunni virtust liggja
til veiðistöðu er nefnist Imnaluk, svo sem milu vegar
frá okkur. Þá lifnaði svo yfir hundunum, þegar
þeir sáu slóðina, að þeir gátu dregið sleðann, þó að
þeim væri sorfið af hungri, enda höfðu þeir hvílst
þann dag allan sem við drógum sleðann.
Slíkt ferðalag sem þetta íinst Eskimóum lílið um,
og slíkt hið sama hvítum mönnum, ef vanizt hafa
norðurbyggja háttum, enda er sagt frá þessu hér lil
fróðleiks ókunnugum, en ekki fyrir þá sök, að afrek
þyki í. Satt er það að vísu, að ef við hefðum ekki
hitt fyrir mannabygð í tvo daga, þá hefðum við
orðið að drepa hundana til matar, og þá hefði ferða-
sagan orðið nokkuð frásögulegri. Eskimóar létu alls