Andvari - 01.01.1914, Side 72
Bréf frá Jóni biskupi Wídalín,
Þegnsamlegaz- athugasemdir og andsvar til yðar tign-
ai', herra general, aðmíráll og stittamtmaður, herra Pétur
Raben, upp á náðugt sendibréf til mín, dags. Khöfn þ. 30.
marz árið 1720.
I. Viðvíkjandi kirkjum og skólum, sem og öllu klerk-
valdi til eílingar, á livern hátt gera skuli, og með hverjum
efnum hægast sé að íá framhald til viðreistar, þá hcfi eg
í uppkasti mínu til annarar bókar laganna, sem eftir allra
náðugustu skipun hans konungl. hátignar, dags. Iímh. 29.
maí árið 17191), skal í gildi ganga, getið því nær alls þess,
sem eg gat imyndað mér, að kæmi að notum, til endur-
bóta þessu stórnytsama fyrirtæki; þó eru þessi tvö atriði
eigi nefnd, með þvi að eg áleit, að eigi ætti við að setja
þau inn i lögin.
1. Með því að hér á landi eru mjög fáar gagnlegar
bækur handa æskulýðnum, þá er ósk mín sú, að á báðum
stólunum verði stofnað lítið bókasafn. Að því, er snertir
Skálholtsstól, þarf engu þar til að kosta, því að eg á nú
þegar svo margar bækur, sem mundu nægja, og hefi eg í
liyggju að arfleiða dómkirkjuna að þeim, og kaupi með
liverju ári nýjar, ef guð gefur mér líf2).
2. Svo sem meðal annars um getur í áður nefndu
uppkasti mínu að lögunum, þá eru þeir svo sárfáir, sem
eru svo efnum búnir, að farið geti á háskólann i Kaup-
mannahöfn, að þess vegna þarf að kosta tvo stúdenta i
1) Sbr. konungsbróf 29. mai 1719, Lovsaml. for Isl. I. bd. bls. 751.
2) Pví miður fórst þetta fyrir, sökum þess, livc meistari Jón var
snemma og snögglega brott hriíinn. Pýð.