Andvari - 01.01.1914, Page 77
Bréf frá Jóni biskupi Wídalin.
73
burt, þá kemur þegar nýtt hrúður. Enn er mér ókunnugt
um, livort það er víðar, en siðar athugast gerr, svo að, ef
guð leyfir, að ári, þá geí eg nánari skýrslu. Hér er mikið um
agatstein, en þó eigi svo góður sem annarstaðar. Svo er
hér og krystall, lélegur, og hafa gullsmiðir í Kaupmanna-
höfn sagt mér, að eigi verðí létt að vinna hann.
VIII. Aðalatriðið, sem mundi verða þessu tálæka
landi til viðreistar, ætti að vera — svo er mín einlæg skoð-
un — að fluttir yrðu hingað nokkurir norskir menn, bæði
karlar og konur frá Þrándheimsléni, sem liggur þvi nær
jafnlangt norður, sem ísland er, eða lengra norðan að;
fyrst fáeina lausa, ókvongaða af bændastétt, því að jarðir
handa fjölskyldum eru eigi auðfengnar íljótlega, og svo
æski eg, að jal'nmargir fari frá oss þangað. Þetta liygg eg, að
sé til gagns landi voru í mörgum atriðum, því að hin
norska þjóð kann mildu betur að öllu þvi, er að sjávar-
útvegi lýtur, og að nokkuru leyti einnig að landbúnaði, en
vér. Þetta er mér kunnugt, ekki eingöngu fyrir þá nasa-
sjón, sem eg heti haft af Noregi, heldur og af norskum sjó-
mönnum, þeim er liér voru i fyrra vetrarlangt. Oft talaði
eg við þá og spurði þá ítarlega um hagi lands þeirra; þeir
sögðu mér, að land vort væri i raun og veru jafngott, sem
þeirra, ef eigi betra sumstaðar. Og aðalhugleiðingarefni
eru þau, er hér fara eftir.
1. Eg hygg, að í landi hér gæti orðið kornjTrkja,' svo
sem tíðkaðist víða í tíð feðravorra. Fornsögur vorar fræða
oss um það, og sjá má það af mörgum gerðum, sem hér
eru, þar sem þeir sýnilega hafa sáð. En vandráðin verð-
ur gátan, hvers vegna sáning hefir lagzt niður. Mætti eg
þegnsamlegast segja það, er eg ætla að rétt sé um þessi
cfni, þá stafar þetta af illæri um nokkur ár, stundum ár-
unum saman, og þess vegna hefir verið gróðurbrestur í
landi hér, og er það eigi einsdæmi; og einnig stafar þetta
að nokkru leyti af því, að þegar þeir Hamborgarmenn áttu
hér verzlun að ráða og iétu hér litið fé að endurgjaldi, þá
var ódýrt mjöl og fiskurinn í hærra verði en síðan hefir
tiðkast, svo að landslýður hefir ef til vill hugsað sér, að
tæplega væri þess vert að sá. Alþýða manna hér leggur