Andvari - 01.01.1914, Page 79
Bréí' frá Jóni biskup Wídalín.
75
4. Bæði rennandi vötn hér eru full flskjar, en lands-
lýðurinn kann engin tök á að afla hans, en par standa
Norðmenn miklu framar; svo sem eg fékk að heyra í
mörgum greinum af áðurnefndum sjómönnum.
5. Bændum hér er ósýnt um skotfimi, pótt hér sé
gnægð villifugla, og margir skaðlegir refir.
IX. Væri eigi rétt, að peir sem efnaðir væru aflands-
lýðnum, skylu saman og héldu úti fiskiskútum umhverfis
vort land á sumrum, þótt kjörin yrðu þau, að þeir skyldu
láta af hendi það af aflanum til hafnanna, sem þeir eigi
neyttu sjálfir né seldu löndum sínum, þá gæti það þó orðið
landinu að gagni, að mínum einfalda dómi. En ógerningur
væri slikt, nema hingað kæmi og ílendust nokkurir norskir
menn, sem kynnu að fara með segl, reiða og rá, því að
vér hér erum illa lieima i þeim efnum.
X. Hreindýr gætu lifað á landi hér, væri hægt að
flytja þau liingað1 2 * *).
Betta liefi eg í flýti einfaldlega athugað, og eigi svo að
skilja, að það geti verið fullnægilegt; en þetta er einungis
gert til að hlýða skipun yðar náðugu tignar, og vænti eg
þegnsamlegast, að það verði mildilegast meðtekið.
Ætíð yðar o. s. frv.
Voldugasti, allramildasti erfðakonungur og herra!
Sökum hins milda ofríkis og ýmissa undanbragða, sem
lögmaður Oddur Sigurðsson og flokkur hans hefur um
langa hríð beitt í málaferlum okkar hér innanlands, fór
svo að lokum, að fatalia voru elapsa (Iögskipaður áfrýj-
unarfrestur var útrunninn), og neyddist ég því til árið 1718
að biðja yðar konunglegu hátign um uppreisn, en sú allra-
þegnsamlegust umsókn mín fórst ásamt herskipi yðar kon-
unglegu hátingar, Jötteborg5), hér við land á sama ári.
1) Frekum 50 árum eftir andlát Jóns l)iskups, 1771, voru lireindýr
flutt hingað frá Noregi. f ý ð.
2) í eftirmælum átjándu aidar bls. 652 er skip þetta nefnl Gotten-
borg. Pað strandaði við Hafnarskeið í Árnessýslu. Sbr. og Árbækur
Jóns Espólins IX. deild bls. 44. Pýð.