Andvari - 01.01.1914, Síða 84
80
Brél’ í'rá Baldvin Einarssyni.
Nú hugðum við að því hvört nokkurntíma liefði verið
alin önn fyrir að útbreiða þekkíngu um framanskrifaða
liluti á meðal almúgans, og sáum við strax, að það is-
lendska lærdómslistafélag hafði lagt allt kaþþ á það, þáng-
aðtil það til allrar ólukku sofnaði öndverðlega á þessari
öld, en siðan hefði lítið verið unnið að því, og þótt margr
á þessum tímum leggi hrósverða stund á að útbreiða og
frama bókmentir og upplýsíng í landinu, hafa þeir þó híng-
aðtil leitt framanskrifað efni hjá sér að mestu. — En livað
lærdómslistafélagsritin enn fremur snertir. þá eru þau í
færri manna höndum en skyldi, og líka eru þau samin á
þann hátt, að liinn óupplýstari og meiri hluti alþýðunnar
ekki finnr mikið yndislegt í þeim eða girnilegt, þar höf'und-
arnir hafa blátt áfram fylgt efninu, án þess að blanda það
alvarlega með neinu skemtilegu (»comisku, satirisku« etc.)
eptir hverju ej^ru hins óupplýstari hluta almúgans einkum
klæjar, og er þá ekki að undra þó verkun sú, sem ritin
hafa haft á hann, sé minni en maðr kynni að liafa liugs-
að; okkr virtist þessvegna að ekki væri það að bera í
bakkafullan lækin(n), þó einhvör vildi bera sig að gera til-
raun með [að] útbreiða upplýsing um framanskrifaða hluti.
Eins og við ætlum að upplýsíng um framanskrif'aða
liluti sé almenníngi á íslandi hvað mest áríðandi, þannig
virðist okkr einnig, að nú sé sá liagkvæmasti tími til að
gera nýja tilraun með að útbreiða hana, því það sýnist
eins og hlutirnir liafl fengið nýtt lif, síðan þeir komu, er
nú sitja að hinum æðstu völdum í landinu, þar þeir ekki
einúngis gánga á undan öðrum í því, án hlntdrægni eða
eigingirni, að frama landsins lieill, heldr styrkja alla þá
með ráði og dáð, sem vilja bera sig að feta I þeirra fót-
spor, og hefir þetta ekki alllítið hvatt okkr til okkar fyr-
irtækis.
En nú var eptir að ráðslaga um það, hvörnig ritsins
útvortis lögun (»formen«) ætti að vera, þar okkr virtist
ekki standa á sama, hvörnin hún væri. Við liéldum að
maðr yrði að fara líkt að, þegar maðr vill fræða alþýðu
um eitthvað, sem ekki er skemtilegt í sjálfu sér, eins og
þegar maðr vill gefa barni inn bragðslæmt eða óljúffengt
meðal; þá verðr maðr að gefa það inn i einhverju sætu;