Andvari - 01.01.1914, Page 93
Bréf frá Baldvin Einarssyni,
89
egman rétt), heldurað eins dregið úr þeim um sliindar sakir:
Skólinn á því heimting á, að fá þessar kröfur að fullu og
öllu uppfyltar, úr þvi það er sýnt og sannað, að hann þarf
þeirra við.
En eg er hræddur um, eg er hræddur um! eg fyrirverð
mig! Eg er þegar kominn yfir á þriðju örkina. Fyrirgefið
mér, yðar hávelborinheit! fyrirgefið mér og látið það ekki
fara lengra. Eg ætla að eins að bæta við nokkrum at-
hugasemdum, úr því eg er kominn svona langt. Eg held
að vorir virðulegu forfeður (eg á við þá á síðari öldum)
hafi ekki farið rétt að ráði sínu, er þeir störfuðu að við-
réttíng landsins. (Er(ichsen) á í því eins og í mörgum
öðrum greinum ekki sinn líka. Guð blessi yður fyrir æfi-
sögu hans! hún mun örva margan æskumanninn til þess
að taka sér fram). Eg held að menn eigi fyrst að leitast
við að hafa áhrif á hugsunarhátt pjóðarinnar, en eg held
að það sé því að eins mögulegt, að komið verði upp við barm
sjálfs landsins fullkomnari uppsprettu liollrar menntunar
og heilbrigðs og hagsýns hugsunarháttar þ. e. umbætur á
skólanum, lil þess að prestarnir, sem á íslandi eru hinir
einu fræðslu- og menningar-miðlar geti verið það sem þeir
eiga að vera og lært það sem þeir eiga að læra. Gagnleg
og góð fræðirit við alþýðu hæfi geta að vísu stutt að því,
að fyrgreindu takmarki verði náð, en þau má þó ekki telja
nema aukaatriði. Af hvorttveggju mundi leiða nokkurn á-
rangur, og þegar þetta þrennt leggst á eitt, held eg að kom-
ast megi að settu marki, aö hugsunarháttur og lyndiseink-
unn pjóðarinnar komist í það horf, að pjóðin sjálf á eigin
spýlur og af eigin rammleik komi pui i framkvœmd, er fram-
kvæma á þ. e. að rétta við hag sinn og sækja fram. Með
þessu eina móti held eg að viðréttíng landsins sé möguleg.
Pegar leitast er við að hafa áhrif á lyndiseinkunn þjóðar-
innar þarf eptir minu hyggjuviti að leita lags og snciða
annarsvegar hjá hinni hugsunarlausu þrá eptir því sem
fornt er og hinsvegar hjá gegndarlausri fljótfærni og
stælingu á því sem útlent er. Sennilega mundi hin æva-
gamla islenzka lyndiseinkunn henta bezt, að svo miklu
leyti sem unnt væri að vekja hana upp aptur og taka hana