Andvari - 01.01.1914, Síða 94
90
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
upp á ný. Umfram allt riði á að varðveita aðaldrætti
lyndiseinkunarinnar, en laga þá og breyta þeim eptir atvikum.
Fyrirgeflð mér, yðar hávelborinheit, hina óskammfeilnu
dirfsku mína! En eg hefði samt sem áður ekki árætt að
skrifa yður eitt einasta orð, ef eg hefði ekki þekkt yðar
hávelborinheit fyrir munn ýmsra, sem hafa átt þeirri liam-
ingju að fagna að vera kunnugir yður. Get eg þar til tal-
ið hinn ógleymanlega velunnara minn og húsbónda Johns-
son amtmann og Gunnlögsen góðvin minn. Fyrirgefið mér
að þessu sinni, því upp frá þessu diríist eg hvorki að tala
né skrifa nokkurt orð, fyr en eg hefl lokið prófi, sem eg
verð nú að gefa mig við af öllum lífs- og sálarkröptum.
Guð veri með yðar liávelborinlieitum og blessi yður
og j'ðar mikilsverðu störf og þjóðræknislegu fyrirtæki.
Þess óskar af lijarta
Yðar hávelborinheita
auðmjúkur þénari.
B. Einarsson.
III. hréf.
Kh. d. 18. Maii 1829.
Hávelborni herra!
Far sem eg nú Ioksins sé mér fært að láta af hendi
eptirrit aí því, sem eg skril'aði í fyrra um skólamálið á ís-
landi, þá leyfl eg mér liér með virðíngarfyllst að senda
yður það með bréfl þessu, þar eð vera má, að yðar há-
velborinheit eigi eptir að laka öflugan þátt í tillögum þeim,
umsögnum og íliugunum, er aí þvi kunna að rísa, og geti
án efa á einhvern hátt stutt að framgangi málsins. Auk
þess langaði mig stórlega til að kynnast skoðun yðar há-
velborinheita á málinu, og sérstaklega hvern dóm þér
leggið á álit mitt á því. Einkanlega væri mér kærl, að
skoðanirþær, er eg hefi sett tram i viðbætinum um kröl'ur
skólans, væri annaðhvort hraktar eða staðfestar.
í fyrnefndum ritgerðum (þ. e. aðalritgerðinni og við-
bætinum) stendur að vísu ýmislegi, er eg nú mundi liafa
sleppt og sumt, er eg hefði sagt með öðrum orðum eða
komið öðru vísi fyrir, loks vantar þar hitl og þetta, er eg