Andvari - 01.01.1914, Síða 95
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
91
hefði aukið við, ef eg hefði haft tóm til að skrifa þær upp
aptur, (einkum vildi eg sýnt hafa, hvernig hinn endurbœtti
-skóli er og verður að vera, og jafnframt lýsa lögmáli því og
loks undirslöðu þeirri, er byggja skal á umbætur á hög-
um landsins þ. e. viðréttíng þess), en í höfuðatriðunum er
eg enn nokkurn veginn á sömu skoðun og eg var.
Eg tel mál þetta vera afaráríðandi fyrir land og lýð,
og ef því yrði nú stungið undir stól, eins og komist er að
oröi á íslandi, þá skal eg ekki gleyma þvi meðan blóð
rennur í æðum mér. Jeg heíi jafnvel í huga að ganga fyrir
jöíur rikisins og vita, hvort mér tekst ekki að minnsta
kosti að komast fyrir, livernig hans hálign tekur í málið.
Ef það áynnist, að lians hátign þóknaðist að skipa svo
fyrir, að málið skyldi rannsakað, þá væri þegar mikið að-
gert. Bví liamíngjan má vita, hvort »stiptið« nú sem stenaur
vill leggja á sig umstang það og þras, sem óumílýjanlegt
er, til þess að geta áorkað nokkru í þessu máli. Skóla-
stjórnarráðið hér gerir það ekki, því er ekki um að hefja
deilu við rentukammerið, meðan það geturkomist hjá því.
f*að er tilvalið. Rétt eins og þjóni ríkisins sé ekki skylt
að tala, þegar ríkið leggur svo fyrir! Og ríkið ekki bjóði
þjóni sínum að tala, og tala einarðlega, en kurteislega,
þegar liagsmunir þess (en vel að merkja ekki vorir) heimta
það. En annars sé eg mjög vel, að hér verður að gæta
varúðar, eins og í öllum öðrum greinum. Eg dirflst því
að biðja yðar hávelborinlieit að ráða mér, livernig eg á
að haga mér í þessu máli. Mér heíir liálívegis dottið í hug
að gefa út sögu skólans á íslandi o. II.; hvernig list yður
á það. Að minsta kosti getur ekkert orðið úr því í bráðina.
Eg lej'fi mér að mælast til, að þér sendið mér aptur í
haust ritgerðir þær er fara hér með.
Sýnið mér einhvern vott þess, að yðar hávelborinlieit
fyrirgefi mér mína stóru synd, að gera yður ónæði með
þessu, en á hinn bóginn sýnir það, hversu eg treysti þol-
inmæði yðar og umburðarlyndi.
Yðar hávelborinheita
lotningarfulli þénari*).
B. Eiiuirsson.
') Frumritið er á dönsku frá orðunum: .hessi liugsun mín‘ á 86»
lils. og til enda bréfs þessa.