Andvari - 01.01.1914, Page 96
92
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
IV.
Kmh. þann 30. Apr. 1830.
Hávelborni herra!
Af öllu mínu hjarta þakka eg yðar hávelborinheitum
yðar góðu tillögur við mig og Ármann kall, og skal það
vera mér og hvöt til að kappkosta að leysa verk mitt af
hendi sem bezt.
Hérmeð sendi eg yðar hávelborinlieitum 3 exempl. af
Ármanni, bið eg yðr fyrirgefa að ekkert er á skrifpappir,
eg gat það ekki núna, því eg er að keppast við að ná í
skipið sem nú er seglbúið, en bókbindarinn er eigi búinn
nema með 60 st., en það skal koma seinna ef guð lofar.
Margt verðr áfátt í Árm(anni) í ár, en ekkerl held eg
afvegaleiði neinn mann, og er það þá nokkur bót. Eg má
ei skrifa meira, enda því með að fela mig í yðar hável-
borinheita umönnun framvegis, ef eg geri mig þess ekki
óverðugan.
Yðar hávelborinhheita
auðmjúkr þénari.
Baldvin Einarsson.
V.
|Kaupmannah. þann 30. Seþt. 1830].
Háveiborni herra.
Meðtakið hérmeð mitt auðmjúkasta og innilcgasta
ástarþakklæti fyrir yðar hávelborinheita góðu aðstoð við
mig og Ármann okkar félaga, og nefnilega fyrir yðar góða
attest áhrærandi fyrsta árgángínn, sein ekki einasta gladdi
mig yfrið sem höfund, lieldr og einnig náði þeim tilgángi,
sem þér höfðuð með það, nefnilega að útvega okkr pen-
íngastyrk til að framhalda nefndu riti. Við höíum fengið
af Fonden ad usus publicos 100 rbd. (N. V. B.) árlega í 3
ár; ritið kemr þá efalaust í 3 ár, og yrðum við svo heppn-
ir að það áynni skynsamra manna velvilja á þeirri tið, þá
mundi ekki torvelt að fá hjálpartímann lengdan.