Andvari - 01.01.1914, Síða 100
96
Bréí irá Baldvin Einarssyni.
til mín í l.jósi, án pess eg þó hafi verðskuldað hann í nokk-
urn máta; einkanlega þakka eg yðr fyrir það auðmjúklega,
er þér hafið borið mig fram við Collin og greifa Knutli,
þótt sá síðarnelndi sé nú eigi lengr þar sem hann áðr var;
en hjá Collin má mér verða það að miklu liði, og það því
heldr, sem mín forlög eru sem stendr svo að segja í
lians hendi.
Pað er nú af liögum mínum að segja síðan i fyrra,
að eg náði í examen í haust er var og fékk bezta character;
það var nú fyrsti steinninn, en þá var annar eptir, nefni-
lega að fá nokkuð að liía af, sem einneginn veitti mér
frama. Informationir er torveldt að fá, enda drepa þær
alla visinda tilfinníngu og veita engan frama. Manuductio-
nir er nú orðið torveldt að fá fyrir únga kandidata, nema
við kunníng- og patrón-skap, en bezta æfíngarmeðal er það
sem fengist getr. Að gerast Volunteur í einhverju collegio
það væri sá almenni framavegr, en brauðlaus l'yrir gipt-
an mann. Að íara heim til íslands embættislaus er neyð-.
arúrræði. Eg tók því það ráð, að sækja um styrk tif þess
að ganga á fjöllistaskólann, til að fá examen, en Collin
hefir allt til þess dregið að svara upp á hana, svo að eg
er nú í mesta fári; eg hefi eytt allri minni tíð í skólanum
og hleypt mér í skuldir, fái eg nú ekkert, svo er tíminn
enginn til að líta í önnur horn, og hlýt eg þá líklega að
fara heim, hvort sem eg vil eða ekki. Að reyna til að ná
exam(en) á þessum skóla álít eg gott, ef það getr tekist,
bæði fæ eg nokkuð að lifa af á meðan, og framast þar við
töiuverdt, og fæ mikið nytsamlegan lærdóm, er getr komið
mér að góðu seinna.
Armann kemrí ár eins og hann cr vanr, og eigamargir
þátt í honuni í þelta sinn. Ekki veit eg hvört yðr líkar
það, sem eg liefi skrifað um »Landþíngisnefndarskipun á
ísl(andi); eg hefi gert það í beztu meiníng, og af ást til föð-
urlandsins, en það kann vel að vera að mér hafi skjátlast.
Áþelckr ritlíngr kemr hér út frá minni hendi og er nú
verið að prenta hann. Eg hefi sýnt hann merkismönnum
áðr en eg réðst í að láta prenta liann, og réðu þeir mér
til þess.
Guð gæfi að þér væruð kominn híngað níðr í sumar