Andvari - 01.01.1914, Page 102
98
Bréí frá Baldvin Einarssyni.
Eg er búinn aö gefa út pjesann um provindsialstöndin,
og legg hann hér hjá, og bið yör þiggja. Eg get sagt
yðr þaö, aö hann hefir fengið góða móttöku á hærri
stöðum. Örsted spurði mig af hvörjum eg vænti mest frá
íslandi áhrrferandi þetta efni, og eg svaraði honum strax
af amtmanni Th., enda var hann á sömu meiníngu.
Eg er að láta binda Ármann inn handa yðr, en bók-
bindarinn hefir svikið mig, svo eg get ekki sendt hann
fyrri en með sumarskipum.
Nú er styrkr sá sem þér útveguðuð oss á enda, ætli
ekki væri gerandi að sækja um franihald af honum? Án
hans getum við ekkert, þvi margir gánga frá, og fáir borga
fyrri en eptir mörg ár og margir aldrei. Ef yðr sýnist
það gerandi, þá vogum við að fara á fjörurnar við yðr
aptr, og biðja yðr um Anbefaling til þess. Nú er eptir
það sem mikilvægast er, og það er um lúna og engja rækt-
un; eg hefi nú fengið æði marga ritlínga og hugvekjur því
efni viðvíkjandi, svo að eg held, að eg geti nú látið rit-
gjörð um það efni koma að ári, ef guð lofar.
Það skal vera nn'n ástundun að vanda Ármann það
eg get ámeðan hann kemr út, þó bágt sé að vita hvörnig
bezt sé að haga honum; sumir hæla fyrsta árgánginum
fram yfir hina og sumir segja að hinir seinustu árgángarnir
séu beztir. Pó þykist eg liafa tekið eptir, að almúginn
haldi mest fram með fyrsta árgánginum, en hinir lærðu
með hinnm seinni; því hcld eg sé bezt að láta Ármann
vera beggja blands. Gerið svo vel að segja mér yðar liá-
velborinheíta álit um það.
Eg bý nú i Lille Larsbjörnstræde N. 183þarsem amt-
maðr Grímur bjó í fyrndinni.
Fyrirgeflð mér þennan skyndiseðil.
Eg er ætið Yðar hávelborinheita
auðmjúkr þénari
Baldvin Einarsson.