Andvari - 01.01.1914, Side 114
110
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
það á laungum tíma sem Revolutionsprincipið vill gera allt
í einu. Það síðara tekr bygginguna eins og hún nú er,
og hvörnig sem hún er, og gætir þess umhyggilega, að hún
ekki breytist í neinu, þó ef nokkuð skal vera, þá má hún
heldr eldast en nýast upp. Eg hefi svarið Reformations-
principinu trúnað og hlýðni, það skal vera mín leiðar-
stjarna, en þegar eg á að bera það við Island, þá verð eg
að blanda það með Restaurationsprincipinu, því eg álít
þann eldri form í mörgum greinum eiga betr við landið.
En hvað er eg að liugsa? Eg er allt af að skrifa eitt-
hvað út í loptið. Mér er öll þörf á að biðja yðar hávef-
borinheit fyrirgefníngar á öllu þessu masi. Eg skyldi ekki
hafa leyft mér þetta eða þvílíkt, ef eg hefði eigi þeltt yðar
lijartanlega velvilja til mín, hann gerir mig djarfan og
neyðir mig til að opna mitt lijarta fyrir yðr. Umfram allt
bið eg yðar hávelb(orin)heit að hafa það huginnrætt, að
innilegasta elska og virðing er ætíð samfara einurð og
nokkurskonar frómlyndi í hjarla mínu. f*að sem er mót-
sett elsku og virðíng gerir mig mállausan.
Yðar hávelbh. meðtaki að endíngu fullvissan mína
um, að eg virði yðr og elska umfram aðra menn á íslandi.
Yðar hávelborinheita
auðmjúkr þénari
fíaldvin Einarsson.
P. S.
V. Erichsen biðr mig að bera yðr ástkæra kveðju
sina, því hann getr nú eklci skrifað hana sjálfr; hann
braut þumalfingrinn seinast í Aug.mánuði á hægri hend-
inni. Hann þakkar yðr einnig innil. fyrir sendínguna.
Um hæstaréttard(óminn) bað bann mig að segja yðr, að
liann hefði ætlað að fara að efna loforð sitt, þegar hann
braut fingrinn, því þá fjekk liann tóm til þess eptir að
hann hafði af hendi látið Redaction af Kaup(manna)h.(afn-
ar)póstinum. Eg þakka yðr fyrir fiskinn, hann kemr mér
vel. — Ferdinand 7. á Spáni er dauðr, menn óttast þar
Revol(ution).