Andvari - 01.01.1914, Page 118
114
Athugasemdir og
amtmanns. Var hún gefin úl í Kaupmannahöfn 1828 af
Ilinu isl. bókmentafélagi. — 89n Af hvorttveggju mundi
leiða nokkurn árangur; í danska textanum, sem er ekki
allskostar skýr, stendur: Begge Dele fremvirke enkelte
Exempler. — 908 Grímur amtmaður Johnson. Baldvin var
skrifari hjá honum veturinn 1825—1826. — 90“ Stefán Gun-
lögsen, útskrifaður 1825, sama ár sem Baldvin; síðar bæj-
arfógeti og landfógeti i Reykjavík.
III. bréf 90s sbr. aths. við 873. — 91u jöfur rikisins, í
bréfi til síra Gísla Jónssonar i Stærraárskógi (Lbs. nr. 299
fol.), sem er ódagsett, en mun vera skrifað 1830, segir Bald-
vin á pessa leið frá göngu sinni l'yrir konung: »Litið verðr
mér ágengt með skólamáliö, pó meira en vænta var, að
pví sem eg heyri, pví valla mundi neitt hafa verið gert við
pað mál, ef eg ekki hefði heilsað upp á jöfur sjálfan, og
horið málið upp fyrir honum, sem aðrir mundu vart liafa
gert, og ekki yfirvöldin; ekki get eg samt sagt yðr enn,
livað við hann muni verða gert, eg meina skólann. Pá mun
bekkjum verða fjölgað og máske kennurum og var (sic)
nauðsyn á hvárutveggju.
Pótt nú betrunin verði eigi stór, pá er pað byrjunin,
og eg skal ekki hætta við svo búið, ef guð lofar mér að
lifa, og eg kemst eitthvað á framfæri, en pegja verð eg nú
um tíma, pví ekki má of oft biðja.« — 91ls »stiptið« =
stiptsyfirvöldin (pá stiptamtmaður og biskup).
VI. bréf 93c Baldvin kvongaðist sumarið eða haustið
1830 danskri konu, er hét Johanne Hansen.
VII. brél' 9511—12 skömmu eptir að Baldvin hafði lokið
lögfræðisprófi tók hann að stunda nám á fjöllistaskólanum.
Fyrir meðmæli ýmsra góðra manna svo sem Bjarna amt-
manns, J. Collin etazráðs, og H. C. 0rsted, náttúrufræð-
ingsins mikla, var honum (sbr. IX. bréf upphaf) síðar
veittur 350 rbd. styrkur úr sjóðnum ad usus publicos.
(Nánara um petta sjá B. Th. M.: »Um Baldvin Einarsson«;
Tímar." Bókmf. XXV. 190-191 bls.)