Andvari - 01.01.1914, Qupperneq 123
119
Skilnaður Norðmanna og Dana.
fram í broddi íylkingar og bar merkið fyrir allri
kynslóðinni. Hann gerði Norðmenn að þjóð, kom
tvístruðum og andvigum kröftum í samræmi, og
kendi Norðmönnum, að þeir voru Norðmenn, hvort
sem þeir hétu Víkverjar, Þrændir eða Háleygir.
Hann lifir í endurminningunni, umkringdur af úlf-
héðnum sínum og skáldum, mestu köppum og mestu
andans mönnum þjóðarinnar. Báðir áttu að efla og
víðfrægja lians mikla verk: veldi Noregskonungs. Og
eftir hann kemur svo löng og fögur fylking slór-
menna og skörunga: Hákon Aðalsteinsfóstri og Há-
kon jarl, Ólafarnir, Einar Þambarskelfir og Erlingur
Skjálgsson, Haraldur harðráði, Sigurður Jórsalafari
og Eysteinn bróðir hans, Erlingur jarl skakki og
loks — þegar leiðsögu Snorra þrýtur — sjálfur
Sverrir konungur, sem barðist einn móti öllum, —
kórónuðum konungi landsins, kynbornum höfðingj-
um landsins, klerkdómi landsins og páfanum sjálf-
um, en sigraði alla og dó loks í hásætinu. Og þó
að svipurinn yfir sögu Noregs verði eins og nokkuð
smáfeldari eftir hans dag, þá vitum við að ekki var
þróttur þjóðarinnar til þurðar genginn. Við íslend-
ingar fengum nokkuð að kenna á ríki Hákonar
gamla og enn var sonarsonur hans, Hákon háleggur,
einn hinn ríkasti konungur á Norðurlöndum. Hann
deyr 1319 og eftir það fer fornöldina að fjara út.
Á þessum tíma liafði þjóðlíf Norðmanna ekki
eingöngu verið ákaflega öllugt og þróttmikið heima
fyrir, hitl sætti ekki minni tíðindum, livað þeir að-
höfðust utanlands. Á víkingaöldinni eru þeir á ferð
og flugi um allar áttir, herja allar írlands strendur
og vinna þar borgir og bygðir, nema allar Vestur-1
hafseyjar og Færeyjar, dreifast um Jamtaland og