Andvari - 01.01.1914, Page 128
124
Skilnaöur Norðmanna og Dana.
þessu. Þeir voru ekki síður en Danir, — jafn vel
fremur en Danir — blátt áfram hreyknir af því að
vera og heita er/ða-þegnar Aldinborgarkonunganna.
Og fengu Norðmenn þó fullsárt að kenna á sam-
bandinu. Eins og kunnugt er var á þessum öldum
sífeldur ófriður milli Svía og Dana og fóru Danir
venjulega halloka og urðu því að láta mikil lönd af
liendi við Svía, bæði dönsk og norsk. Á þeim tím-
um mistu Norðmenn Herjadal og Jamtaland og þar
að auki Baahuslen, — hið forna Ránríki, — eitt af beztu
héruðum landsins. En trygð Norðmanna við kon-
ungsættina og danska sambandið var jafnóhagganleg
fyrir því.
Samt sem áður var mikill gróður í norsku þjóð-
lííi á þessum öldum. Norðmenn tóku þátt í stríðun-
um við Svía, og þó að Danir væru ekki sigursælir,
vörðu Norðmenn jafnan land sitt af mikilli lireysti
og jók það mjög sjálfstraust og sjálfsálit þjóðarinn-
ar. Þeir unnu sér og herfrægð á ílotanum, því að
hann var jafnan skipaður Norðmönnum ekki síður en
Dönum og sumir hinna frægustu sjóliðsforingja voru
Norðmenn. Atvinnuvegir landsins hófust og nú til
nýrra framfara, Norðmenn gerðust aftur hin mesta
siglinga- og verzlunarþjóð. Bændastéttin var einnig
í uppgangi og hafði það orðið henni til hins mesta
happs, að skömmu eftir 1660 hafði konungur í fjár-
kröggum sínum neyðst til að selja jarðeignir rikisins
í stórum stíl, en við það fjölgaði sjálfseignarbændum
stórkostlega. Á síðustu áratugum 18. aldarinnar og
fyrsta áratug 19. aldarinnar er hin mesta blómatíð
fyrir verzlun og siglingar í Noregi og Danmörku.
Velmegun beggja þjóðanna varð á þeim tímum mikil
og almenn og það ekki síður í Noregi en í Danmörku.