Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 129
Skilnaður Norðmanna og Dana.
125
Á þessum öldum fer því mjög að rofa í lofti
fyrir norsku þjóðinni. Hún fer nokkuð að rétta sig
úr kengnum og fer að koma fram með 5Tmsar kröf-
ur, sem að vísu bera ekki vott um pólitíska óánægju,
— því að slík óánægja var ekki til—en þó bólar nú
alvarlega á vaknandi umhugsun um eigin hag. Sér-
staklega var Norðmönnum það kappsmál, að settur
yrði á stofn innlendur háskóli og innlendur banki.
Þegar þess er gætt, að Norðmenn voru þá um 900
þús. og í miklum efnalegum uppgangi, en margkunnir
að trúlyndi við konungsættina og sambandsþjóðina,
þá verður ekki sagt, að þessar kröfur væru sérlega
ósanngjarnar eða ofsafengnar. En auðvitað þver-
skallaðist danska stjórnin við þeim, eins og það yfir
höfuð alt af hefir verið föst stjórnvenja Dana, að
þverskallast og þverneita öllu í lengstu lög. Og þar
við sat þegar 19. öldin rann upp.
Aldrei heíir slík skálmöld geysað um Evrópu
sem á árunum fyrir og eftir næstsíðustu aldamót.
Napoleon sveimaði eins og vígahnöttur yfir álfunni,
eldgömul ríki hrundu í rústir og önnur ný risu upp,
nýjar konungsættir hófust til valda, en margar hinar
gömlu voru llæmdar úr löndum sínum. Samfara
öllum þessum ytri byltingum var gersamleg breyting
á hugsunarliætti manna víðast um álfuna, hugmyndir
stjórnarbyltingarinnar um mannrétt og þegnrétt, um
löggjöf og landsstjórn, læstu sig eins og eldur í sinu
uin flest lönd. Norðurlönd hlutu auðvitað að drag-
ast með inn í þessa hringiðu. 1801 var Skirdags-
slagurinn háður fyrir utan Kaupmannaliöfn. Svo var
nokkurra ára friður. En 1807 kom aftur breskur