Andvari - 01.01.1914, Síða 132
128
Skilnaður Norðmanna og Dana.
hörmulegasta. En nú stóð svo á, að Svíar höíðu
ekki getað sent nema lítinn hlut af lier sínum á
móti Norðmönnum, — meginherinn barðist við
Rússa á Finnlandi, — og þessi svo nefndi sænski
vestur-her var litlu betur búinn en Norðmannaher-
inn. Og nú gerðist það, að foringjarnir báðum meg-
in sáu, að allur þessi ófriður var ekki annað en
heimska og glæpur og tóku það þess vegna upp hjá
sjálfum sér, að gera vopnahlé (dec. 1808). Nokkru
seinna tók svo sænski herinn sig upp og hélt til
Stokkhólms til þess að setja konunginn af, sem var
algerlega vitskertur maður. En á meðan á því stóð,
sat Kristján Ágúst rólegur við landamærin og gerði
Svíum engar ónáðir.
Alt þetta hafði nú margvíslegar afleiðingar. Frið-
rik 6. varð að staðfesta vopnaliléð, þó að honum
væri það þvert um geð, og nokkru seinna var svo
gerður fullur friður milli landanna (1809). — En af
Svíum er það að segja, að eftir að þeir höfðu rekið
konung sinn, Gústav IV. Adolf, frá völdum, tóku þeir
föðurbróðir lians, Karl 13., til konungs. Hann var
gamall maður og barnlaus, svo að samtímis þurlti
að sjá landinu fyrir ríkiserfingja. Og nú fengu Sví-
ar einmitt augastað á Kristjáni Ágúst, sem liafði
reynst þeim svo vel þegar mest á reið og fór það
fram, að hann var kjörinn ríkiserfingi. Kosning hans
var af Svía hálfu rökstudd á þann hátt, að ekki ein-
göngu hefði liann reynst Svíþjóð betur en nokkur
annar útlendur maður, heldur gæti þetta einnig orð-
ið til þess, að Svíþjóð og Noregur slægju plögguni
sínum saman. Svíar vissu um vinsældir hans í
Noregi og þar að auki var þar í landi farið að bóla