Andvari - 01.01.1914, Side 141
Skilnaður Norðmannu og Dana.
137
en hann. Hann hafði um undanfarin ár lagt sér-
slaka stund á að kynna sér stjórnarskrár þær, sem
þá voru í gildi í Evrópu og Ameríku. Hann hafði
ómetanlegan kraft til áhlaupa, en það þólli sýna sig
seinna, að þrautseigjan var ekki að sama skapi. —
Hinum ilokknum stýrði Wedel-Jarlsberg. Henrik
Wergeland segir um hann, að hann hafi verið »bezta
höfuð« samkomunnar. Hann reyndist Falsen all-
skeinuhættur í umræðunum, en liafði aldrei nema
20—30 manna flokk um sig. Vilji þings og þjóðar
var honum algerlega andvígur í svipinn og af sum-
um var hann talinn hreinn og heinn landráðamaður.
Eins og kunnugt er, sigraði Falsen og hans menn.
Stjórnarskráin, sem þeir sömdu, var framúrskarandi
frjálsleg, svo að mörgum þótti við of. Konungur
fékk að eins frestandi synjunarvald, þingið skyldi
háð í einni deild, kosningarréttur til þingsins var
allvíðtækur o. s. frv. Nokkrar deilur urðu um nafn
þingsins. Uppástunga kom fram um að nefna það
Alþingi, en ekki gátu menn felt sig við það og varð
svo hitt ofan á, að nefna það Stórþing. Loks var
hinu mikla verki lokið og 17. maí var Kristján Frið-
rik kjörinn konungur. Mótstöðumenn hans reyndu
á síðustu stundu að skjóta kosningunni á frest, en
það tókst ekki, því að Falsen haíði fengið það á-
kvæði samþykt í upphafi, að ekki mætti slíta þing-
inu fyr en það hefði sett landinu grundvallarlög og
kosið konung. Svo fór, að Kristján Friðrik fékk öll
atkvæði þingmanna.
En nú er að segja frá Svíum. Þeir höfðu setið
með sárt ennið og horft á þau tíðindi, sem gerðust
í Noregi. Her þeirra var suður í Evrópu, því að
enn þá var þar nóg »ð starfa, meðan Napoleon ekki